Sterkast að heyra í barnafólki og hlusta á þeirra hugmyndir um lausn mála
19. janúar, 2017
Kveikjan að því að taka aftur upp þráðinn í leikskólamálum er stutt viðtal við tvíburamóður sem birtist í fyrsta tölublaði Eyjafrétta á árinu. �?ar nefndi hún, aðspurð út í væntingar sínar til ársins 2017, að hún vonaðist innilega til þess að synir hennar tveir kæmust inn á leikskóla á árinu. �?að er alls ekki víst því núna flyst hlutfallslega lítill árgangur yfir á fimm ára deild sem gerir það að verkum að lítið rými skapast fyrir ný börn. Eyjafréttir skoðuðu málin nánar og höfðu samband við nokkra aðila sem kunnu að hafa svör.
Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar 28. nóvember síðastliðinn var m.a. til umræðu fjölgun leikskólarýma og breytingar varðandi inntöku leikskólabarna yfir árið. Í fundargerð segir að: �??Markmið Vestmannaeyjabæjar hefur verið að öllum börnum 18 mánaða og eldri standi til boða leikskólapláss frá og með 1. september ár hvert. �?að markmið hefur náðst og jafnvel lengra því börn sem urðu 18 mánaða eftir 1. september hafa komist inn í leikskóla eftir þennan tíma.
Til að ganga enn lengra samþykkir fræðsluráð að gerður verði samningur við Sóla um kaup á auka leikskólarýmum til að hægt sé að taka inn fleiri börn í leikskóla. Með þessari ákvörðun er hægt að taka inn fleiri börn í leikskóla og bæta við nýju inntökutímabili eftir áramótin við hið hefðbundna inntökutímabil. Ákvörðunin leiðir einnig til að ekki verður í bili þörf á að opna nýja leikskóladeild. Skólaskrifstofan fær heimild til að bæta við hámark dvalarrýma í Sóla og gert verður ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2017. Kostnaður vegna þessarar ákvörðunar er um 20,5 milljón.�??
Í samtali við vefmiðilinn Eyjar.net í lok nóvember 2016 sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri að fyrirséð væri að skortur yrði á leikskólaplássum haustið 2017, þar sem hlutfallslega fá börn færast yfir á Víkina á fimm ára deild. Ennfremur sagði hann að �??líklega náum við að tryggja öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss 1. september 2017 en ekki meira en það. Verkefnið verður því að koma öllum börnum í þjónustu í kringum áramót 2017 og 2018.�??
Að auki velti hann upp möguleikanum á að nýta Víkina betur, auka við rými á Kirkjugerði eða jafnvel opna nýja deild á Rauðagerði en félagsþjónustan hefur þurft að nýta plássið eftir að skyndilega þurfti að rýma Ráðhúsið.
Viljum gera betur
Líkt og fyrri daginn var Elliði reiðubúinn til þess að skýra út stefnu bæjaryfirvalda þegar Eyjafréttir höfðu samband við hann um málið. �??�?jónusta við börn og barnafjölskyldur eru meðal forgangsverkefna hjá Vestmanna-eyjabæ. Við höfum þá stefnu og takmark að öll börn sem eru 18 mánaða og eldri 1. september hvert ár komist inn á leikskóla. �?að markmið hefur náðst á undanförnum árum en við viljum gera betur. Seinustu ár höfum við jafnvel getað tekið börnin inn 18 mánaða alveg fram í febrúar, þ.e. að þau hafa fengið leikskólapláss um leið og þau verða 18 mánaða fram í febrúar. Eftir það hefur verið stopp í inntöku alveg fram í ágúst eða september vegna þess að öll leikskólaplássin eru orðin full,�?? segir Elliði.
Í janúar myndast þörf
�??Í haust (1. september) tókst að bjóða öllum börnum 18 mánaða og eldri pláss á leikskóla,�?? heldur Elliði áfram. �??Við gátum jafnvel tekið inn börn fram í nóvember og desember. Í janúar fer hinsvegar að myndast þörf og í lok mánaðar gætu milli fimm og tíu börn verið orðin 18 mánaða og ekki hægt að taka þau inn nema bæta við plássum.
Við þessu bregðumst við með því að kaupa af Sóla viðbótar leikskólarými og hliðra til á Kirkjugerði. �?ar með verður hægt að bjóða þessum börnum leikskólapláss nú í janúar. Stefnan er að fjölga tímabilum sem börnum er boðin pláss á leikskóla. Tímabilin eru þá vorið fram á haust og svo aftur um áramótin,�?? segir Elliði.
Kostnaðarfrek og mikilvæg
Leikskólapláss eru í senn kostnaðarfrek og mikilvæg en engu að síður mikilvæg fjárfesting segir bæjarstjórinn um annars flókna stöðu. �??Á meðan svigrúm er til sér engin eftir fjármagni í þessa mikilvægu þjónustu. Við höfum því verið að fjölga leikskólarýmum mikið. Lengi vel vorum við með á Sóla og Kirkjugerði um 175 leikskólapláss. Með tilkomu Víkurinnar bættust við um 50 til 60 pláss þannig að leikskólarýmin eru um 225 til 235. Árgangar eru á milli 50 og 60 börn. Samhliða höfum við verið að auka mikið þjónustu við börn sem eru yngri en 18 mánaða. Dagforeldra kerfið hefur verið eflt og niðurgreiðsla á þeirri þjónustu aukin.
Illu heilli hefur ríkið ekki staðið við fyrirheit um að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í 12. Við ákváðum því að mæta þörfinni og tókum upp svokallaðar heimagreiðslur frá sveitarfélaginu frá níu mánaða aldri. Í því er fólgin ákvörðun um að greiða foreldrum bein framlög kjósi þeir að vera heima hjá börnum sínum frekar en að setja þau í gæslu,�?? segir Elliði.
Misstórir árgangar
Misstórir árgangar gera bæjaryfirvöldum oft erfitt fyrir en Elliði kýs að líta á vandamálið með jákvæðum augum. �??Daggæslan og leikskólamálin er málaflokkur sem er í sífelldri þróun og sveiflur eru miklar. Ekki bara breytast áherslur foreldra og eftirspurn þeirra heldur gerir misjafn fjöldi í árgangi okkur stundum erfitt fyrir. Hann kallar í raun á sveigjanleika og leggur á okkur þá kröfu að nálgast þessi mál sem jákvæð verkefni en ekki vandamál. Í Eyjum erum við svo heppin að eiga mikið af öflugu fagfólki sem vinnur af einurð að velferð barna og þar var Hjalli til að mynda afar jákvæð viðbót við þann frábæra hóp sem vinnur í dag hjá Vestmannaeyjabæ,�?? segir Elliði.
Vilji til að mæta þörfum foreldra
Að lokum ítrekar Elliði að vilji sé fyrir hendi að gera enn betur í málaflokknum sem þegar er lögð mikil áhersla á. �??�?að er mikill vilji hjá Vestmannaeyjabæ að mæta þörfum foreldra með daggæsluúrræði og skóla fyrir börn þeirra. �?að hefur tekist hingað til. Sífellt eru gerðar meiri kröfur og þjónustu þarf að yfirfara og meta hverju sinni. �?að má ætíð gera betur og á öllum tíma er vilji til að bæta þjónustuna. Heilt yfir erum við afar stolt af árangrinum og þeirri þjónustu sem okkar frábæra fagfólk veitir foreldrum og börnum þeirra,�?? segir Elliði að lokum.
Leikskólinn Sóli: Samningur við Hjalla-stefnuna rennur út í ár
Blaðamaður gerði sér ferð niður á Sóla og ræddi þar við skólastjórann, yfir einum kaffibolla, um meintan skort á plássi næstu misseri og annað efninu tengt.
�??�?að er misjafn hvað fæðast mörg börn á hverju ári. Núna er árgangur 2012, sem er elsti árgangurinn okkar, ekki nema 18 börn. Í heildina verða börnin á Víkinni 39 næsta haust. Á móti kemur stór árgangur inn og það er eitthvað sem við verðum að bregðast við, þess vegna hafa þau hjá bænum verið að skoða viðbótar deild eða kjarna. Við munum setjast niður á næstu dögum til að fara yfir skólaárið 2017 til 2018,�?? segir Helga Björk �?lafsdóttir, skólastjóri Sóla í Vestmannaeyjum.
Samningur Sóla við Vestmanna-eyjabæ hefur ákvarðast af því sem nefnist dvalargildi, því barn er ekki það sama og barn. �??Tveggja ára barn telst sem 2 barngildi og ef það er í 8 klukkustundir í skólanum á dag telst það sem 16 dvalargildi. Í heildina höfum við mátt vera með 990 dvalargildi hér í húsi, en það er misjafnt hvað það eru mörg börn eða á bilinu 94-98�?? segir Helga Björk.
Umræður um stækkun leikskólans hafa ekki farið langt en samningurinn milli Hjallastefnunnar og Vestmannaeyjabæjar rennur út í ágúst 2017 og munu aðilar að honum setjast niður fljótlega til að fara yfir framhaldið. Eins og fyrr segir lagði bærinn fram 20,5 milljónir til að taka inn fleiri börn á Sóla eftir áramótin til að annast eftirspurn eftir leikskólaplássum. �??Nú erum við komin upp í einhver 1105 dvalargildi og skólinn er eiginlega að verða fullur, með 96 börn í heildina,�?? segir Helga Björk.
Stór árgangur að koma inn
Aftur verða svo tekin inn ný börn þegar 2012 árgangurinn fer út á Vík en gera má ráð fyrir því að hægt verði að bæta við einhverjum plássum því árgangur 2013 er stór og fer úr 1,3 barngildum í eitt. �??Við gætum þá verið með um 100 börn í sama dvalargildi,�?? segir Helga Björk.
Aðspurð segir Helga Björk að rými sé til staðar til að bæta við kjarna en þá þurfi að gera breytingar á húsnæðinu og skipulagi en hvort það sé rétta lausnin er annað mál. Jafnframt segir Helga Björk ekki skorta vilja fyrir því að taka inn yngri börn en þegar upp er staðið sé það bærinn sem tekur ákvarðanir um slíkt. �??�?að er vel gert hjá bænum að bjóða leikskóla fyrir öll 18 mánaða börn þó foreldrum finnist það eðlilega ekki alltaf vera nóg. En það er alveg vilji hjá Hjallastefnunni að taka yngri börn inn,�?? segir Helga Björk.
Yngstu börnin kosta 253.582 kr. á mánuði
Hjallastefnan rekur ungbarnaskóla í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 9 til 18 mánaða en það er kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. �??Samkvæmt útreikningum Sambands íslenskra sveitarfélaga kostar fyrir yngstu börnin 253.582 kr. á mánuði miðað við átta klukkustunda vistun á dag. Framlag til foreldra ræðst síðan af aldri barnsins og svo reglum í lögheimilissveitarfélagi fjölskyldunnar.
�?g held að foreldrar geri sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað leikskólapláss kostar því þeir greiða sjálfir aðeins að meðaltali um 15% af því sem það kostar í raun og veru hér í Eyjum. Vestmannaeyjabær er að greiða langstærstan hluta af leikskólagjaldinu fyrir foreldra og því yngri börn því meiri kostnaður. �?g hef oft sagt að mér finnst að þetta ætti að vera eins og þegar maður kaupir lyf í gegnum apótekið, þá sérðu skýrt hvað Tryggingastofnun borgar og hvað þú borgar. �?etta ætti að vera jafn skýrt á greiðsluseðlinum til foreldra,�?? segir Helga Björk.
Dagurinner langur hjá börnum
�?að er þó annar vinkill á þessu máli sem áhugavert er að velta fyrir sér en það er hvort skóladagur leikskólabarna séu ekki almennt of langur en þau vinna að meðaltali átta klukkustunda vinnudag. �??Dagurinn hjá börnum okkar er langur og spurning hvort þetta þurfi að vera svona. Í Svíþjóð færðu lágmarks pláss fyrir barnið þitt ef þú sýnir ekki fram á að þú sért úti á vinnumarkið eða sért að sinna skóla,�?? segir Helga Björk. Til þess að hafa smá sveigjanleika, borga foreldrar stundum fyrir rúma átta tíma á dag en nýta kannski ekki nema sjö, koma þá annaðhvort seinna á morgnanna eða sækja börnin fyrr. Fyrir suma er þetta nauðsynlegt en þar sem það eru dvalargildin sem ráða því hversu mörg börn eru á Sóla getur tími hvers barns skipt máli í heildarmyndinni.
Helst þetta þá ekki í hendur við styttri vinnuviku? Erum við ekki enn allt of föst í því að hampa hvort öðru á því að vinna mikið? �??Að sjálfsögðu, Íslendingar vinna mjög mikið og langa vinnudaga. �?etta er viðmiðið sem maður elst upp við en engu að síður ættum við að staldra við og ræða þessa hluti. �?? segir Helga Björk.
Skólaárið í leikskólunum í Vestmannaeyjum miðast nokkurn veginn við 15. ágúst til 15. júlí ár hvert. Í lok ágúst og byrjun september eru síðan ný börn inn í leikskólana. �??Yngstu börnin sem tekin eru inn eru þá nýorðin 18 mánaða, fædd í febrúar en önnur eru orðin nokkrum mánuðum eldri. �?á getur verið súrt að eiga afmælisdag í mars og þurfa jafnvel að bíða í eitt ár. Við þessu er verið að reyna að bregðast með því að leikskólarnir taki líka inn börn um áramótin,�?? segir Helga Björk að lokum.
Leikskólinn Kirkjugerði: Upplifum ekki skort á plássum
Eyjafréttir höfðu einnig samband við Emmu Vídó leikskólastjóra og Lóu Baldvinsdóttur Andersen aðstoðarskólastjóra á Kirkjugerði við vinnslu fréttarinnar til að sjá hvað þær höfðu um málið að segja.
Hvernig lítur framtíðin út í leikskólamálum frá ykkar bæjardyrum séð núna þegar talað er um að skortur verði á plássum á næstu misserum? �??Við upplifum engan veginn að það sé skortur á plássum. �?að hefur allavega ekki borist okkur til eyrna. Vestmannaeyjabær segir að öll börn sem orðin eru 18 mánaða komist inn á leikskóla og sýnist okkur að í flestum tilfellum sé orðið við því,�?? segja þær Emma og Lóa.
Aðspurðar út í hvort öll dvalargildi væru fullnýtt í dag, svöruðu þær því játandi. �??Já, hjá okkur eru öll dvalargildi fullnýtt. Við erum með 84 börn á leikskólanum og þau verða 85 eftir miðjan janúar þannig að við nýtum svo sannarlega öll dvalargildi hér á Kirkjugerði.�??
Margt í boði fyrir foreldra
Finnst ykkur þau úrræði sem bærinn bíður uppá vera nægilega góð fyrir alla aðila? �??Nú rekur bærinn Kirkjugerði og Víkina ásamt því að vera með rekstrarsamning við Hjalla um rekstur Sóla. Hjá bænum eru starfandi þrjár dagmæður og einnig er Strönd opin og þar eru börn sem ekki hafa komist til dagforeldra eða inná leikskóla.
�?á eru heimagreiðslur í boði til þeirra foreldra sem ekki hafa sett börnin sín til dagforeldra eða koma þeim ekki að. �?annig að okkar svar er já, okkur finnst bærinn vera að koma vel til móts við foreldra er varðar daggæsluúrræði,�?? segja Emma og Lóa en bæta við að alltaf megi gera betur. �??Auðvitað má alltaf gera betur og auðvitað eru ekki alltaf allir sáttir. Draumastaðan væri að fá ungbarnadeild eða ungbarnaleikskóla til að svara þeirra þörf að yngri börn komist í daggæslu.�??
Reyna að fjölga dagforeldrum
Hvað er hægt að gera til að koma meira til móts við ungt fólk með börn sem sjá kannski ekki fram á það að fá pláss við 18 mánaða aldur? �??Nú erum við bara ekki alveg með á hreinu hve hátt hlutfall 18 mánaða barna og eldri eru ekki komin inn á leikskóla. �?að er bagalegt ef það eru mörg börn sem ekki eru komin inn á leikskóla við þennan aldur en það er kannski það helsta í stöðunni að reyna að fjölga dagforeldrum eða eins og við höfum bent á, að opna ungbarnadeild/ungbarnaleikskóla,�?? segja Emma og Lóa.
�??�?að væri líklega sterkasti leikurinn í stöðunni að heyra í barnafólki og hlusta á þeirra hugmyndir um hvernig hægt sé að leysa þessi mál á sem bestan hátt. Foreldrar hafa miklar og góðar skoðanir á því hvernig best sé að þjónusta börnin þeirra og því væri afar heillavænlegt fyrir þá sem öllu ráða að heyra hvað foreldrar leggja til málanna.�??
Með þessum orðum fer boltinn vonandi að rúlla enn frekar í þessum mikilvæga málaflokki, sem virðist, þegar allt er skoðað, vera í nokkuð góðum farvegi. �?að er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvort sem fólk á börn eða ekki, að góð leikskólaþjónusta er ein mikilvægasta undirstaða samfélagsins og forsenda þess að bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar geti haldið áfram að vaxa og dafna. Einnig hvet ég þá foreldra sem vilja láta rödd sína heyrast um leikskólamál að hafa samband við Eyjafréttir, því breytinga er ekki að vænta ef enginn segir neitt.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.