Árlega efnir Landssamband bakarameistara, LABAK, til samkeppni meðal félagsmanna sinna og starfsmanna þeirra þar sem valin er kaka sem er seld í bakaríum félagsmanna undir heitinu �??Kaka ársins.�??
Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins.
Uppskrift kökunnar er dreift til allra félagsmanna LABAK og engum er heimilt að selja hana nema þeim. Kakan er kynnt samtímis í öllum bakaríum félagsmanna, yfirleitt á konudaginn nema hann rekist á við bolludag. �?á er valin önnur helgi í febrúar til að kynna kökuna. Sala stendur svo út árið eða þar til næsta �??Kaka ársins�?? er kynnt til sögunnar. �?essi háttur hefur verið hafður á síðan árið 2001. Kaka ársins er orðin mjög vel þekkt meðal neytenda. Vinsældir hennar hafa vaxið ár frá ári og er nú svo komið að fólk bíður með óþreyju eftir að kakan sé kynnt á hverju ári. Kynning hefst á því að einhverri verðugri konu er afhent fyrsta kakan áður en almenn sala hefst. Kakan er síðan kynnt með sameiginlegum auglýsingum á vegum félagsins og svo geta einstakir félagsmenn bætt við sínum eigin auglýsingum eftir þörfum. Einnig eru prentuð veggspjöld með mynd af kökunni sem eru hengd upp í bakaríunum.
Keppnin í ár var haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi skyr frá MS. Sigurkakan er lagskipt og inniheldur m.a möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime. Höfundur hennar er Davíð Arnórsson, bakari hjá fyrirtækinu Stofan bakhús í Vestmannaeyjum.
Dómarar í keppninni voru Margrét Kristín Sigurðardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Aðalsteinn Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni og Gunnar �?rn Gunnarsson, bakarameistari og sölumaður hjá �?lgerðinni.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land föstudaginn 17. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Davíð Arnórsson, höfundur Köku ársins 2017, afhendir frú Elizu Reid fyrstu kökuna á Bessastöðum á fimmtudaginn, 16. febrúar, klukkan 9.30.
Kaka ársins er skrásett vörumerki hjá Einkaleyfastofu og engum heimilt að nota það heiti nema félagsmönnum í Landssambandi bakarameistara.