Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli
20. nóvember, 2021

Ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum voru til umræðu í vikunni. Lögð voru fram drög að gjaldskrá fyrir notkun ljósleiðara í dreifbýli sem bæjarráð þarf að samþykkja. Jafnframt ræddi bæjarráð stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og þau hagnýtu atriði sem þurfa að liggja fyrir við stofnsetningu slíks félags, þ.e. að skipa stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, ákveða heiti þess, skipa endurskoðanda, ákveða hlutafé og tilgang félagsins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðara í dreifbýli.

Jafnframt samþykkir bæjarráð stofnsetningu nýs einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og að hlutafé félagsins verði 500.000 kr. Þriggja manna stjórn og varastjórn félagsins verður skipuð bæjarfulltrúum á næstu dögum. Tilgangur félagsins er að leggja ljósleiðara að hverju heimili í Vestmannaeyjum í mögulegu samstarfi við einkaaðila sem sýnt hafa áhuga á slíku. Komi til þess verður skoðað að fjölga fulltrúum í stjórn til samræmis. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við stofnun félagsins í samráði við framkvæmdastjóra og umverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar, í samræmi við umræður í bæjarráði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.