Ekki er hægt að ætlast til þess nýjir frambjóðendur hafi djúpa og mikla þekkingu á flóknum fjárhags-málum sveitarfélagsins. Slík krafa væri ósanngjörn. Rekstur bæjarins er viðamikill og um hann gilda flóknar reglur um reiknisskil og fl. Þegar fjallað er um þessi mál er auðvelt að falla í þá gryfju að taka tölur upp úr ársreikningum án að kynna sér vandlega það sem liggur til grundvallar. Þar liggur ekki að baki illur hugur heldur sennilega tímaskortur í miklum önnum hjá vel meinandi frambjóðanda.