Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni
eftir Eyjólf Ármannsson, innviðaráðherra
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. Mynd/aðsend

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna. 

Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang og er staðráðin í að vinna á uppsafnaðri viðhaldsskuld sem myndast hefur á undanförnum árum með því að auka verulega fjárfestingu í vegakerfinu.

Viðbótarframlag strax

Strax á þessu ári er veitt þriggja milljarða króna viðbótarframlag til viðhalds í vegakerfinu. Til að setja það í samhengi jafngildir sú upphæð um það bil 25% aukningu miðað við meðaltal síðustu ára. Strax á næsta ári er stefnt að því að verja sjö milljörðum króna aukalega í viðhald og þjónustu við vegakerfið. Þetta aukna fjármagn er meðal annars tilkomið vegna breytinga á útreikningi veiðigjalda. Það mun einkum nýtast mikilvægum vegabótum á landsbyggðinni þar sem þörfin er mest

Sókn til framtíðar

Miðað við gildandi fjármálaáætlun fyrir árin 2026-2030 er gert ráð fyrir enn frekari sókn í þessum mikilvæga málaflokki. Áætlað er að árleg hækkun framlaga til viðhalds eingöngu muni nema á bilinu 4,5 til 5,5 milljörðum króna. Þetta jafngildir um 40-45% aukningu frá því sem verið hefur. Mestu máli skiptir að með þessari aukningu mun fjárfesting í viðhaldi vegakerfisins í fyrsta sinn í langan tíma ná því viðmiði sem Vegagerðin hefur metið sem viðunandi, eða um 20 milljarðar króna á ári.

Með brýnum viðbótarframlögum strax í ár og á næsta ári rjúfum við kyrrstöðu og náum loksins að stöðva vöxt hinnar uppsöfnuðu viðhaldsskuldar. Við hyggjumst bretta upp ermar, sýna árangur í verki og bæta stöðu vegakerfisins til frambúðar.

 

Höfundur er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.