Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey.
Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar á vef bæjaryfirvalda.
Dagurinn byrjar kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem koma) verður úthlutað. Klukkan 13.00 verður svo grillveisla í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað.
Dagur þessi er fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Undanfarin ár hafa hópar og félög tekið að sér ákveðin svæði til að hreinsa, sjá mynd hér að neðan.
Helstu PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst