Strákarnir mæta Þór - kvennaleiknum frestað
Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

Leik ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna – sem upphaflega átti að fara fram í dag – var hins vegar frestað vegna veðurs og er ný tímasetning kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Sá leikur er einnig í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.