Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Leik ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna – sem upphaflega átti að fara fram í dag – var hins vegar frestað vegna veðurs og er ný tímasetning kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Sá leikur er einnig í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst