Stútur, eignaspjöll og keyrt á Krónuna
Mynd - Lögreglan í Vestmannaeyjum

Helstu verkefni vikuna lögreglunnar í Vestmannaeyjum 3. til 10. september 2018.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í vikunni og þá var annar ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Þá liggja fyrir tvær aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt og akstur gegn einstefnu.

Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en þarna hafði framrúða í bifreið verið brotin þar sem bifreiðin stóð við veitingahúsið Tangann aðfaranótt 8. september sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og eru þeir sem upplýsingar hafa um það vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglu.

Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp við verslun Krónunnar. Þarna hafði viðskiptavinur verslunarinnar ætlað að leggja í stæði fyrir framan Krónuna en stigið óvart á bensíngjöfina í stað hemils þannig að bifreiðin lenti á húsinu með þeim afleiðingum að hurðar, rúður og gluggakarmur skemmdist. Engin slys urðu á fólki.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.