Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla vatnspóstinum og aftur til baka. Göngunni er skipt upp þannig að alltaf sé einhver á ferðinni, sem er táknrænt fyrir að engin hvíld fæst frá krabbameini.
Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst