Suðurlandsslagur í Eyjum
handb_sunna_ibv_2022_opf
Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti.

Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Kraftur & Heimaey verði með varning til sölu & Tranbergs bakarí selur bleikar möffins til styrktar Krabbavörn. „Allur ágóði af miðasölu rennur óskiptur til Krabbavarnar Vestmannaeyja. Mætum vel í húsið, styðjum stelpurnar okkar til sigurs og í leiðinni gott málefni!”

Leikir dagsins:

lau. 12. okt. 24 13:30 5 Skógarsel ÁRM/ÞHA/GEG ÍR – Fram
lau. 12. okt. 24 14:00 5 Hertz höllin APÁ/HAÐ/VÓM Grótta – Stjarnan
lau. 12. okt. 24 14:00 5 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja JEL/ÓÖJ/SIÓ ÍBV – Selfoss
lau. 12. okt. 24 14:15 5 N1 höllin RMI/MJÓ/KHA Valur – Haukar

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.