Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Þá er ekki úr vegi að líta til veðurs. Í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan 5-13 og bjart með köflum, en 8-15 á morgun, hvassast syðst. Hiti 5 til 10 stig í dag en að 14 stigum á morgun.
Á föstudag:
Suðaustan 5-13 og rigning með köflum, einkum suðaustanlands, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á laugardag:
Suðlæg átt 3-10 og rigning eða súld, en áfram þurrt fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning af og til, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 3 til 10 stig, svalast norðvestantil.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Austanátt með rigningu syðst um kvöldið. Hiti svipaður.
Á þriðjudag:
Líklega breytileg átt og víða dálítil væta. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Spá gerð: 23.04.2025 08:07. Gildir til: 30.04.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst