Surtseyjarsýningin opnuð í Eldheimum í dag
Sýning um Surtsey verður loks opnuð í Eldheimum í dag, föstudag, 14. nóvember en klukkan 14:00 mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðhera, opna sýninguna. Eldheimar hafa til þessa eingöngu kynnt sögu eldsumbrotanna á Heimaey 1973 en til stóð að sýningin um Surtseyjargosið 1963 yrði einnig í húsinu. Ekki tókst að koma sýningunni upp fyrir opnun Eldheima síðasta vor en nú hefur ræst úr því.
Til þessa hefur efri pallur hússins, sunnan megin, staðið tómur en til að komast á kaffistofu Eldheima, hafa gestir þurft að ganga í gegnum þetta tóma rými, sem óneitanlega hefur sett leiðinlegan svip á annars stórglæsilegt safn.
Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima segir að um algjörlega nýja sýningu sé að ræða. �??Axel Hallkell Jóhannesson hannar sýninguna upp á nýtt en hann hannaði sýninguna í Eldheimum. Hann verður með einhverjar nýjungar í sýningunni en tímavélin verður áfram á sínum stað. Annars fagna ég því að verið sé að opna Surtseyjarsýninguna í Eldheimum og auðvitað hefði ég viljað fá hana upp miklu fyrr.�??
Kristín bætti því við að hægt verður að skoða sýninguna endurgjaldslaust um helgina. �??�?g vil nota tækifærið og ítreka að það verður opið hús í Eldheimum um helgina, bæði laugardag og sunnudag þannig að Eyjamenn og gestir þeirra geta skoðað Surtseyjarsýninguna endurgjaldslaust,�?? sagði Kristín að lokum.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.