Svifið á snjóbrettum á degi sjómanna í Eyjum
2. júní, 2007

Kapparnir sem þarna sýndu renndu sér niður heimagerða brekku og enduðu í höfninni. Glæfralegt á að líta en allir sluppu. Einnig var skákmót í Básum, sjómenn gegn landkröbbum.

Í kvöld verður svo hátíðarsamkoma í Höllinni sem Jarl Sigurgeirsson stýrir. Verður þar margt í boði að vanda. Á eftir leikur hljómsveitin Daltón fyrir dansi fram eftir nóttu.

Klukkan tíu á sunnudagsmorguninn verða fánar dregnir að húni og sjómannamessan er klukkan eitt. Á eftir mætir Snorri �?skarsson við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra og blómsveigur verður lagður við minnisvarðann.

Hátíðardagskrá verður að venju á Stakkagerðistúni og hefst klukkan þrjú. Klukkan níu um kvöldið verða svo tónleikar í Höllinni með hljómsveitinni Dúndurfréttum sem er þekktust fyrir flutning á lögum Led Zeppelin, Uriah Heep, Deep Purple og Pink Floyd.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst