Á mánudaginn voru Guðlaugur Ólafsson og Steinar Magnússon, skipstjórar á Herjólfi, Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun og Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur í siglingahermi í Danmörku þar sem reynt er að líkja eftir aðstæðum í Landeyjahöfn eins og kostur er. Verkefni þetta er á vegum stýrihóps um nýsmíði Herjólfs. Er þetta einkum gert með nýjan Herjólf í huga en Guðlaugur segir að reynslan í herminum geti nýst þeim við núverandi aðstæður.