�??Við vorum nokkrir Eyjamenn á ferðalagi í Grikklandi um daginn og datt í hug á að kíkja á ferjuna Achaeos sem siglir á milli grísku Eyjanna. �?að var niðurstaða okkar að hún komi vel til greina fyrir Vestmannaeyjar. Tekur mun fleiri bíla og farþega en Herjólfur og komi í ljós hún að henti til siglinga í Landeyjahöfn yrðum við laus við þann tappa sem ég held að við sitjum uppi með ef ferjan sem nú er á teikniborðinu verður fyrir valinu,�?? sagði Sigurmundur Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Viking Tours, ferðafrömuður í Vestmannaeyjum og áhugamaður um bættar samgöngur um Landeyjahöfn.
�??�?g hef verið að skoða þessa ferju í nokkurn tíma og kostar hún innan við tvo milljarða króna. Einnig er möguleiki á kaupleigu til tveggja ára sem gæti verið sá tími sem við þurfum til að kanna hvort hún hentar eða ekki. Hún er í virtu flokkunarfélagi og smíðuð samkvæmt Evrópustöðlum þannig að hún er klár til siglinga hér á milli.�??
Achaeos tekur 170 bíla á tveimur þilförum og 1000 farþega og var smíðuð 2006. Ferjan er í heild 87 metra löng, 77 metrar við sjólínu, 16 metra breið og ristir 3,5 metra fullhlaðin. �??Hún er nokkru lengri en Herjólfur sem er 70 metrar. Á móti kemur að hún er tvístefnungur og þarf ekki að snúa í höfn. Með fjórar skrúfur, tvær á hvorum enda sem snúa má 360 gráður. �?að er því full stjórn á skipinu þó það fái á sig hliðarstraum eins og gerst hefur við Landeyjahöfn.�??
Ferjan gæti verið komin í gagnið í vor
Sigurmundur hefur kynnt ferjuna fyrir fjármála- og innanríkisráðuneyti sem bæði hafa beðið um frekari gögn. �??�?g talaði við ráðuneytin í ágúst og það nýjasta er að allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa beðið um fund með vegamálstjóra til að ræða við hann hvort Achaeos komi til greina sem nýr Herjólfur.�??
Sigurmundur sagði að vissulega þurfi að gera breytingar á aðstöðu fyrir ferjuna bæði í Vestmannaeyjum og í Landeyjahöfn. �??�?að þarf að gera hvort sem er því samkvæmt spám er gert ráð fyrir á milli 700.000 og 800.000 farþegum milli lands og Eyja árið 2017,�?? sagði Sigurmundur sem segir ekki til setunnar boðið.
�??�?að þarf að vinna hratt og fá stjórnvöld í lið með okkur. Gangi allt eftir gæti ferjan verið komin í gagnið í vor. Í henni er fyrsta flokks aðstaða fyrir farþega og fljótlegt að lesta og losa. Verði hún leigð til tveggja ára er það ekki mikill kostnaður í heildardæminu. Heppnist tilraunin erum við komin með skip sem getur þjónað okkur næstu árin og mætt auknum ferðamannastraumi til Eyja. �?vert á það sem ég held að verði raunin með ferjuna sem nú er ætlunin að smíða.�??
Í febrúar og mars sl. flutti Víkingur, farþegabátur Vikingtours, 2500 farþega í Landeyjahöfn. �??Við erum að semja við ráðuneytið um að hefja siglingar á ný og byrjum við fljótlega,�?? sagði Sigurmundur að endingu.
Með fréttinni fylgir svo stutt myndband af ferjunni í siglingu.