Sýning á lokaverkefnum í dag
Lokaverkefni Grv La
Ljósmynd/grv.is

Ágætu bæjarbúar. Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur á sýningu lokaverkefna 10. bekkinga. Þetta segir í frétt á vefsíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum – grv.is. Þar segir ennfremur að nemendur hafi unnið hörðum höndum að áhugasviðstengdum verkefnum sl. vikur. Sýningin verður á sérstökum sýningarbásum í sal Barnaskólans mánudaginn 2. júní klukkan 17:30-18:30.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt þar sem hver hópur hefur útbúið sinn eigin sýningarbás. Gestir fá tækifæri til að ræða við nemendur um verkefnin þeirra og kynnast þeim hugmyndum og lærdómi sem býr að baki hverju verkefni.

Eins og fyrr segir endurspegla verkefnin áhugasvið nemenda og sýna þá fjölbreyttu hæfileika sem búa í útskriftarhópnum okkar.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.