Sýnir landa- og siglingakort og gefur

Í dag, fimmtudaginn 30. júní kl. 17.30 opnar Ólafur Hjálmarsson, Eyjamaður og hagstofustjóri sýningu á landa- og siglingakortum frá hinum ýmsu tímum í Einarsstofu.

Ólafur segir sögur kortanna. „Í allt eru þetta um 70 landakort og gamlar koparstungumyndir sem tengjast Íslandi. Þau  elstu eru frá 1570 ná til 1827. Reyni ég að stikla á stóru í sögu kortagerðar á Íslandi og er gaman að sjá hvernig menn sáu fyrir sér lögun landsins. Sérstaklega í upphafi þegar kortin eru byggð á sögusögnum, ævintýrum og fornritum. Skreytt með sæskrímslum, hvölum og furðuverum sem sóttar voru í allskonar sagnir frá sjófarendum,“ segir Ólafur Hjálmarsson sem færir Vestmannaeyjabæ allt kortasafn sitt að gjöf.

Öll eru kortin upprunaleg og ótrúlega vönduð eintök. Greinilegt að Ólafur hefur lagt metnað sinn í að velja aðeins bestu fáanlegu eintökin af hverju korti.

 

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.