Systur semja við ÍBV
ibv_stort_logo-38.png

Knattspyrnukonan unga Helena Hekla Hlynsdóttir verður áfram leikmaður ÍBV en hún skrifaði undir samning sem gildir til loka árs 2025. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

Helena lék seinni hluta tímabilsins með ÍBV á síðustu leiktíð eftir að hafa áður leikið með liðinu í 3. flokki. Hún er 20 ára leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að hjálpa ÍBV í baráttunni í Lengjudeild kvenna.

Ásamt Helenu þá skrifaði Elísa Hlynsdóttir, 17 ára systir hennar, einnig undir samning sömu lengdar við félagið. Þetta er fyrsti samningur Elísu við ÍBV en hún fékk félagaskipti til félagsins í maí á síðasta ári.

Knattspyrnuráð ÍBV hlakkar til samstarfsins við þær systur, segir að endingu í fréttinni.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.