Taflfélag Vestmannaeyja hlaut styrk vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað fimmtíu milljónum kr. til félaga sem sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Ráðstöfun þessi er til samræmis við þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19. Taflfélag Vestmannaeyja var meðal þeirra sem fengu styrk og hlutu 300.000 krónur. Styrkir eru veittir vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða félög hafa þurft að skerða starfsemi vegna samkomubanns. Einnig eru veittir styrkir til átaksverkefna sem styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði æskulýðsmála með áherslu á ný verkefni.

„Ungt fólk blómstrar í fjölbreyttu æskulýðsstarfi um land allt og þar fást ungmenni við spennandi og lærdómsrík verkefni. Æskulýðsstarf hefur ótvírætt forvarna- og menntunargildi og það er markmið okkar að tryggja jöfn tækifæri barna og ungmenna til þátttöku að slíku starfi. Ég bind vonir við að þessi viðbótarstuðningur sem við veitum inn í starfsemi æskulýðsfélaga nú muni gera þeim kleift að efla sitt mikilvæga starf á þessum krefjandi tímum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Styrkirnir skiptast svo:
Styrkir vegna starfsemi félaga

Nafn umsækjanda Styrkur í kr.
AFS á Íslandi 7.000.000
Taflfélag Vestmannaeyja 300.000
KFUM og K Akureyri 450.000
Sumarbúðir KFUK Vindáshlíð 700.000
KFUM og K á Íslandi 1.800.000
Bandalag íslenskra skáta (BÍS) 4.000.000
Skógarmenn KFUM Vatnaskógi 4.700.000
Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa 5.480.000
Ungmennafélag Íslands 5.000.000
Æskan barnahreyfing IOGT á Íslandi 300.000
Skákdeild Breiðabliks 300.000
Ölver sumarbúðir 420.000
Alþjóðleg Ungmennaskipti – AUS 1.700.000
Sumarbúðirnar Hólavatn 500.000
Alls 32.650.000

Styrkir vegna nýrra verkefna

Nafn umsækjanda Verkefni Styrkur í kr.
Samfés PLÚSINN 6.500.000
Ungir umhverfissinnar Loftslagsverkfall – Fridays for Future Ísland 200.000
Bandalag íslenskra skáta Stuðkví – útgáfa á verkefnum 500.000
KFUM og KFUK á Íslandi Magasínþættir KFUM og KFUK 1.200.000
KFUM og KFUK á Íslandi Hetjan ÉG! 750.000
Ungir umhverfissinnar Efla vefþátttöku ungmenna um allt land 200.000
Alþjóðleg ungmennaskipti – AUS Aukin þátttaka ungmenna í ESC með AUS 1.100.000
Skákdeild KR Barna- og unglingastarf/skákkennsla 1.100.000
Landssamband æskulýðsfélaga Félagi ársins 2020 1.900.000
Skákdeild Breiðabliks Áhugi – skákmót 300.000
JCI Ísland Ráðstefna; Ungt fólk í framtíðinni 800.000
Skátafélagið Vífill Náttúra og saga miðlað til ungmenna 800.000
Skáksamband Íslands Skákbúðir 2020 2.000.000
Alls 17.350.000

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.