Júnímetið féll hjá Herjólfi

farthega_opf

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]

Sæunn Lúðvíksdóttir, kokkur á sjó í 11 ár

Við Gunni byrjuðum að búa saman á vistinni við Stýrimannaskólann í Eyjum, innan um öll þessi testosterabúnt og galsafulla peyja í skipstjórnarnámi. Ruðningsáhrifin frá þeim áttu það til að vera töluverð, stundum barið í borðið og svo tróðu þeir neftóbaki í bílförmum í nefnið á sér. Um vorið fluttum við í blokkaríbúð í Áshamri og […]

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir: Sögur af sjó

Í hvert sinn sem ég stoppa til að fá mér kaffi á verkstæði Icecool í Gagnheiðinni á Selfossi er tekið hressilega á móti manni, þar er töluð íslenska og það er töggur í mannskapnum. Þarna birtast manni hestöfl og kraftur hugans í öflugum rekstri og næmri þekkingu til að leiða afl vélarinnar út í hjöruliðina. […]

Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]

Eftirvagn valt

Ohapp 20250630 100316

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli […]

Átta ferða áætlun hefst á morgun

herjolf_bjarnarey

Á morgun 1.júlí hefst átta ferða áætlun Herjólfs sem verður við gildi til og með 10.ágúst nk.. Megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. er að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Við hlökkum til að taka á móti öllum þeim sem vilja Eyjarnar heim að sækja, segir í tilkynningu […]

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt […]

Eyjamenn töpuðu gegn Fram

Eyjamenn máttu þola tap í fjórða leik sínum í röð er þeir tóku á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og eftir mjög rólegar upphafsmínútur voru það heimamenn sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Freyr Sigurðsson náði að koma boltanum í markið eftir klaufagang […]

Hraunið, höfnin og kapalskipin

Í dag sýnir Halldór B. Halldórsson okkur forvitnilegt myndband sem tekið var upp í dag. Þar kennir ýmissa grasa líkt og oft áður. Meðal annars flaug hann dróna yfir kapalskipin sem undir búa lagningu sæstrengja milli lands og Eyja. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Lifeyrissj TMS IMG 1101

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði  feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.