hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]

Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]

Gamlársgöngu/hlaup 2024

Hin árlega Gamlársganga verður farin á gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengið, nú eða hlaupið frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð. Aðgangseyrir er 2000 kr. á […]

Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]

Kæra ákvörðunina til mat­vælaráðuneyt­is

Berg­ur-Hug­inn ehf. hef­ur lagt fram kæru til mat­vælaráðuneyt­is­ins vegna ákvörðunar Fiski­stofu um að svipta tog­ar­a félagsins Vest­manna­ey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vik­ur í byrjun næsta árs fyr­ir vigt­un­ar­brot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiski­stofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refs­ing­unni […]

Svipt veiðileyfi í 2 vikur

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Fiskistofa hefur svipt skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE 54 leyfi til veiða í tvær vikur frá og með 6. janúar nk. til og með 19 janúar. Þetta kemur fram í ákvörðun Fiski­stofu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu. Er skipið svipt veiðiréttinum vegna vigtarbrots sem átti sér stað þann 5. desember 2023. Fram kemur í ákvörðuninni […]

Hitamál

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Hinn ágæti formaður ÍBV Íþróttafélags, Hörður Orri Grettisson, vandar um við okkur í bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna ákvörðunar um að leggja ekki hitalagnir undir væntanlegt gervigras á Hásteinsvelli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt – en okkur þykir verra þegar formaðurinn gefur í skyn að við höfum tekið þessa ákvörðun út í loftið og án þess […]

Ungur frumkvöðull með einstök Íslandskerti

Alexander Júlíusson er ungur frumkvöðull sem vakið hefur athygli fyrir einstaka hönnun Íslandskerta. OURA-kertin, sem eru í laginu eins og Ísland, hafa fengið afar góðar viðtökur fyrir einstaka  fegurð og táknræna tenginu við landið. Alexander sýndi hönnun sína á handverksmarkaðnum í Höllinni í nóvember síðastliðnum. Við heyrðum í Alexander og fengum að heyra hvernig hugmyndin […]

Jólapílan á laugardag

pilukast

Hin árlega jólapíla Kiwanis, pílumót Hárstofu Viktors, fer fram laugardaginn 28. desember í Kiwanissalnum. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og stemningsverðlaun fyrir flottustu treyjurnar. Hægt er að skrá sig hér. Mæting kl. 12 á laugardag og mótið hefst 12.30. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum en forskráning auðveldar skipulag mótsins, […]

Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar síðdegis í dag. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning um kl. 06:00 í fyrramálið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.  Þar segir jafnframt að á þessum árstíma sé alltaf […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.