Meðaltekjur hækka verulega á milli ára

Nítján fyrirtæki í Vestmannaeyjum voru Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Eru það um 5% skráðra fyrirtækja í Eyjum. Fyrirtækin á listanum í ár juku meðaltekjur sínar um 12% milli 2022 og 2023 og um 32% árin þar á undan. Þá jókst meðalrekstrarhagnaður þessara fyrirtækja um 183%. Munar þar mestu um mikla aukningu rekstrarhagnaðar hjá ÍV fjárfestingafélagi […]
Vel heppnað kafbátaverkefni opnar á áhugaverða möguleika

Geta nýst til leitar á uppsjávarfiski – Möguleikar að leita undir „Það var árið 2022 sem Bretarnir höfðu samband við okkur, voru að leita að öflugum samstarfsaðila á Íslandi til að setja saman tvo fjarstýrða kafbáta sem áttu að sigla fyrir eigin vélarafli til Skotlands, 2500 km leið og taka ýmiskonar sýni og gera margskonar […]
Miklar framkvæmdir í FES

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]
Terra tekur yfir sorpið

Þann 1. desember, tók Terra formlega við þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ, sem áður var í höndum Kubbs. Samningurinn nær til þjónustu við heimili og stofnanir bæjarins, auk reksturs móttökustöðvar og þjónustu við grenndarstöðvar. Þetta nýja verkefni markar tímamót og felur í sér fjölmörg tækifæri til að lyfta úrgangsmálum Vestmannaeyja á hærra plan. Fyrirtækið hefur miklar væntingar […]
Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“ Veisluþjónustan hefur einnig farið […]
Bærinn birtir ekki allan samninginn

Eyjafréttir óskuðu eftir að fá samning sem gerður var á milli Vestmannaeyjabæjar og Stúdíós Ólafs Elíassonar um gerð listarverks/minnisvarða á og við Eldfell. Samningurinn fékkst afhentur en búið er að strika yfir hluta texta skv. beiðni viðsemjenda Vestmannaeyjabæjar með þeim rökstuðningi að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Þá vantar í […]
Bíða af sér veðrið

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]
Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað

Búið er að fresta leik Stjörnunnar og ÍBV sem fara átti fram í Garðabæ í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandinu að vegna breytinga á ferðum Herjólfs í dag muni leikur Stjörnunnar og ÍBV í Olís deild karla fara fram á morgun, föstudag og hefst hann kl. 18:00. (meira…)
Siglt til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45 falla niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar […]
Hugmynd sem kviknaði í túrnum

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. „Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo […]