Vinna við fyrsta áfangann að hefjast

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en fyrsta skóflustungan var tekin laugardaginn síðastliðinn. Boðið var upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og voru myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði nokkur orð um framkvæmdina áður en þau Lárus Örn Ágústsson fyrir hönd Hamarsskóla, […]
Kanna möguleika á að veiða fisk í gildrur

Fyrir skömmu fékk Þekkingarsetur Vestmannaeyja myndarlegan styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands að upphæð 1.900.000 krónur. Styrkurinn er í áhugavert tilraunaverkefni sem er að fara að stað til fimm ára í Vestmannaeyjum. Auk Þekkingarsetursins sem er aðal umsækjandi, koma Samtök smábátaeigenda að verkefninu ásamt Hafrannsóknarstofnun og Matís. „Verkefnið snýst um að skoða hvort mögulegt sé að veiða […]
Kristrún og frambjóðendur kjördæmisins í Eldheimum

Nú er að færast hiti í kosningaslaginn og eru bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingin með fundi í Vestmannaeyjum í dag. Samfylkingin í Suðurkjördæmi ásamt Kristrúnu Frostadóttur, formanni bjóða Eyjamönnum til opins fundar í Eldheimum í dag milli kl. 17.00-19.00. Í tilkynningu segir að farið verði yfir hin þrjú áherslumál Samfylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosningar: Framkvæmdaplan í húsnæðis- […]
Sjálfstæðisflokkurinn – Brynjar og Jón á fundi í dag

Kæru Eyjamenn Fundur þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, sem vera átti í Ásgarði í gær, hefur verið færður á daginn í dag. Fundurinn verður haldin í Ásgarði kl. 17.30 í dag, mánudag. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest. Tilkynning frá Sjálfstæðisflokknum Vestmannaeyjum. (meira…)
hOFFMAN snýr aftur

Hljómsveitin hOFFMAN var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 15 ár. Lagið ber nafnið Shame og var tekið upp í hljóðveri Of Monsters and men í Garðabæ og um upptökur sá Bjarni Jensson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. Framundan hjá hOFFMAN í desember eru þrennir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjum […]
Rödd Vestmannaeyja þarf að heyrast á þingi

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember nk. og vermi ég 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Mikilvægustu málin fyrir Vestmannaeyjar snúa fyrst og fremst að grunninnviðum og þar með samkeppnishæfni eyjanna. Til þess að ná árangri í því þurfum við að tryggja: Öruggt aðgengi að vatni með lagningu almannavarnarlagnar til Vestmannaeyja Að rannsóknir […]
Takk allir listamenn á Íslandi

Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik […]
Notaleg stund í Sagnheimum

Það var notaleg stund í á Bryggjunni í Safnahúsi á laugardaginn þegar Sigurgeir Jónsson og sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir kynntu bók sína, Fyrir afa. Smásögur Sigurgeirs og Katrín myndlýsir. Hún átti hugmyndina að bókinni og saman ná þau að skapa einstakt verk þar sem texti og myndir renna saman í eitt. Sigurgeir las fyrstu sögu […]
Skiptar skoðanir um staðsetningu stórskipahafnar

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu er hlynntir bæði stórskipahöfn til móts við Klettsvík og út á Eiði. Mun meiri ánægja er þó með staðsetningu hafnarinnar út á Eiði. 62% svarenda í könnun Maskínu sem unnin var fyrir Eyjafréttir eru fylgjandi byggingu stórskipahafnar norðan Eiðis. 19% eru andvígir byggingu stórskipahafnar þar. Einnig var spurt: Ertu fylgjandi […]
Sumarlokun leikskólanna

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var tekin fyrir sumarlokun leikskóla og sumarleyfi. Fram kemur í fundargerð að skólaskrifstofa leggi til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2025 verði frá 10. júlí til 14. ágúst líkt og í ár. Leikskólar opna klukkan 10:00 þann 15. ágúst. Ráðið samþykkti umrædda tillögu sumarlokunar leikskóla frá skólaskrifstofu. Samhliða ákvörðun […]