Nýtt blað – Mannabreytingar – Breytt og öflugri útgáfa

Eyjafréttir munu berast áskrifendum í dag auk þess að vera til sölu í Tvistinum og á Kletti. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal annars er úttekt á Laxey sem þegar er orðin stærsta verkefni í sögu Vestmannaeyja og er langt í frá lokið. Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR er mikið tækniundur þar sem […]

Veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni 

Þær Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vinna sem hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Arna og Ragnheiður halda saman úti Instagram reikningnum ,,Hjúkkur á eyju“, þar sem þær leyfa fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin og veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga.  Arna og Ragnheiður hafa báðar starfað sem hjúkrunarfræðingar frá árinu […]

Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi

Eyjamaðurinn Elm­ar Erl­ings­son samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfé­lagið Nor­d­horn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum.  […]

Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn

„Mér finnst staðan í pólitíkinni ótrúlega spennandi. Við erum loksins laus við þessa ríkisstjórn sem hefur nákvæmlega ekkert gert til að verja heimili og minni fyrirtæki landsins fyrir því gengdarlausa vaxtaokri sem á þeim hefur dunið, heldur tók einfaldlega meðvitaða ákvörðun um að fórna þeim sem mest skulda og minnst eiga á altari bankanna,“ segir […]

Njáll ekki í framboð

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á lista Framsóknar í komandi kosningum.” segir Njáll Ragnarsson, framsóknarmaður og oddviti Eyjalistans aðspurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum. „Eins og alltaf eru þessar kosningar mikilvægar. Það sem öllu máli skiptir er að næsta ríkisstjórn geti tekist á […]

Georg ekki á lista hjá Flokki fólksins

Georg Eiður Arn­ar­son, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta staðfestir hann í samtali við Eyjafréttir. Georg hefur tvívegis tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili fyrst í mars–apríl árið 2022 og aftur í maí–júní á þessu ári. Hann hyggst fara betur yfir ákvörðun sína – […]

Eyþór ekki á leið í landsmálin

DSC 5810

Fjölmargir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum landsins skoða nú möguleg framboð til þingkosninga. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er ekki einn þeirra. Spurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum, var svar hans stutt: Nei. Eyþór hvetur alla kjósendur til að setja atkvæði sitt á flokk sem ætlar að […]

Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk

Hsu Stjr St

Rekstur heimaspítala er nýjung í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem felst í aukinni heilbrigðisþjónustu, þar með talinni læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samkomulag við stofnunina um stuðning við verkefnið. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU undirrituðu samkomulagið í fyrradag, segir […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

DSC_1508

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður […]

Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

Eyja_3L2A1373

ÍBV mætti Fram á útivelli í Olís deild kvenna í kvöld. Heimaliðið náði fljótlega forystu og leiddu í leik­hléi 15-9. Munurinn jókst svo er leið á seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 9 mörkum á liðunum. Lokatölur 29-20. Darija Zecevic varði 20 skot í marki Fram og Et­hel Gyða Bjarna­sen varði 2 skot. Hjá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.