„Þetta kvöld verður góð bíómynd“

Þeir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir í VÆB eru bræður úr Kópavogi sem hafa verið í tónlist allt sitt líf og slógu rækilega í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2024 með lagið sitt Bíómynd. Þeir stíga á stokk á kvöldskemmtuninni á Vigtartorgi í kvöld beint á eftir eyjamærunum Unu og Söru. Síðar um kvöldið mun […]
Gærkvöldið úr linsu Óskars Péturs

Það var rífandi stemning í Höllinni og Eldheimum í gærkvöldi og Óskar Pétur Friðriksson festi hana á filmu. í Höllinni voru Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ með þátttökutónleika. Þar voru flutt bæði eldri Eyjalög en tvö ný sem kráfust bæði virkrar þátttöku áhorfenda. Í Eldheimum hljómaði tónlist frá eldfjallaeyjum svo sem […]
Nóg um að vera í Safnahúsi

Í Safnahúsi Vestmannaeyja verður nóg um að vera í dag. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Heim klukkan 16:30. Strax í kjölfarið mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra opna sýningu á verkum Stórvals í Einarsstofu klukkan 17:00. Þórunn Ólý er fædd og uppalin á Sólhlíð 6. Dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún sýnir […]
Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]
Hamingja íbúa könnuð

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 […]
Þór kominn með skútuna til Eyja

Björgunarskipið Þór kom til hafnar laust fyrir klukkan 10 í kvöld í Vestmannaeyjahöfn með erlenda skútu í togi. Skútan var löskuð eftir að hafa lent í óveðri djúpt suður af landinu. Bæði hafði segl skútunnar rifnað og fékk skútan tóg í skrúfuna. Þá var eldsneytismagnið um borð af svo skornum skammti að fólkið gerði ekki […]
ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV er enn án stiga en Grótta hefur gert jafntefli í báðum sínum leikjum. Á facebook-síðu ÍBV er rætt við Jón Ólaf Daníelsson þjálfara ÍBV um leikinn. Leikurinn leggst vel í hann og er hann bjartur […]
Sumarstörfin hafin hjá bænum

Nú er unnið hörðum höndum að því að fegra bæinn okkar og halda honum snyrtilegum. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að alls séu yfir 40 krakkar í vinnu við umhverfisstörf hjá Vestmannaeyjabæ sem sjá um að slá grasflatir, planta blómum og mála sem og sinna öðrum verkefnum til þess að gera bæinn okkar snyrtilegan. […]
Fullfermi landað í Eyjum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í morgun. Að lokinni afar góðri vertíð hefur nú verið hægt á veiðinni hjá báðum skipum. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir hvar hefði verið veitt og hvernig aflinn væri samansettur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, […]
Kviknaði í fjórhjólum

Neyðarlínan boðaði Slökkvilið Vestmannaeyja út klukkan hálf tvö í dag vegna elds í fjórhjólum sem stödd voru á akveginum á Stórhöfða. Fram kmeur á facebook-síðu slökkviliðsins að þegar að var komið logaði eldur í fjórum af sex hjólum sem lagt hafði verið í vegkantinum. Strax var farið í það að bjarga þeim tveimur hjólum sem […]