ÍBV fær serbneskan miðvörð

Jovan Ibvsp

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar. Í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV segir að Jovan hafi leikið stórt hlutverk með serbneska liðinu á […]

Jarðvegsvinna að hefjast við Hásteinsvöll

Þjótandi er að hefja jarðvegsvinnu við Hásteinsvöll, en til stendur að setja á hann gervigras. Vestmannaeyjabær auglýsti svo í þessari viku eftir tilboðum í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi vegna endurgerðar aðalvallar vallarins. Fram kemur að gervigrasið skuli vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá segir að áætluð verklok […]

Tónleikunum seinkað vegna leiks Íslands og Króatíu

Tónleikarnir „Við sem heima sitjum“  í Eldheimum byrja kl. 21:00 í kvöld eða strax eftir handboltaleikinn. Á tónleikunum  ætlum að hafa notalega kvöldstund með tónlist sem var vinsæl bæði fyrir og eftir gosið 1973, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Við ætlum að syngja og leika lög eftir Bítlana, Gunnar Þórðarson, Bob Dylan, Oddgeir Kristjánsson, Carol […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar og því siglir Herjólfur til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna. Eftirfarandi ferðir hafa verið felldar niður, þ.e. kl 08:15,09:30,12:00,13:15. […]

Ís­félagið semur um sam­bankalán

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182 La

Ísfélagið hefur undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra (um 32 milljörðum króna) við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi […]

„Höfum mikla trú á þessari vinnu“

Lokaskildabod Kristrunar I Idno Cr

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp sem á að skila tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri þann 28. febrúar. Hópinn skipa Björn Ingi Victorsson formaður, sem er endurskoðandi og forstjóri Steypustöðvarinnar, Gylfi Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum og fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri […]

Bandarískur varnarmaður til Eyja

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Vander Ven hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Hún er 22 ára og hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðustu ár, bæði hjá Colorado State Rams og einnig hjá Texas Longhorns. Í tilkynningu á heimasíðu ÍBV segir að Avery hafi […]

Eyjatónleikar – Landeyjahöfn alla helgina

Eyjatonleikar Ahorfendur DSC 2357

„Það lítur vel út með Landeyjahöfn á morgun, laugardaginn og á sunnudaginn þegar heim skal haldið þannig að ég er bjartsýnn á góða aðsókn,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, tónleikahaldari um tónleikana, Töfrar í Herjólfsdal sem verða í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið, 25. janúar. „Þetta verða 14. tónleikarnir í röð en hvort þeir verða þeir síðustu […]

Gul viðvörun: Talsverð eða mikil snjókoma

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Tók viðvörunin gildi á Suðurlandi kl. 14:00 og gildir hún til kl. 02:00 í nótt. Í viðvörunaroðrum segir að búist sé við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi. Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 […]

„Er örugglega að bíða eftir loðnunni”

nyjar_eyjar

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í vikunni. Bergur landaði á mánudag í Grindavík og Vestmannaey í Vestmannaeyjum í gær. Rætt er við skipstjóra skipanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst er rætt við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi. „Við byrjuðum túrinn á Pétursey og Vík. Þar var létt nudd, þorskur og smá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.