Undirbúningur atvinnustefnu

Í bæjarráði Vestmannaeyja fyrr í dag var til umræðu atvinnustefna Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá stöðu vinnu við gerð slíkrar stefnu. Fram kom að Hrafn Sævaldsson, sem verið hefur verkefnastjóri verkefnisins, hafi nú látið af störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Í hans stað hafi Setrið ráðið Evganíu Kristínu Mikaelsdóttur sem verkefnastjóra. Mun hún nú koma […]

Nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að greina frá þeirri vinnu sem átt hefur sér stað um greiningu á nauðsyn þess að koma fyrir nýrri neðansjávarvatnsleiðslu milli meginlandsins og Vestmannaeyja. Til þess að bæta öryggi heimila og fyrirtækja er nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli […]

Breytingar í bæjarráði

Hildur Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti í bæjarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á ný en hún sat í ráðinu fyrsta ár kjörtímabilsins. Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tekur hún sæti Helgu Kristínar Kolbeins sem verður varamaður í ráðinu. Hildur mun því að öllum líkindum sitja í bæjarráði fram að sveitarstjórnarkosningum næsta vor.     (meira…)

Reglur og samþykktir til skoðunar

Reglur og samþykktir Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Á fundi bæjarráðs þann 27. maí sl., fól bæjarráð þeim Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarráðsfulltrúa, Angantý Einarssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Ásgeiri Elíassyni, lögfræðingi, að ljúka við reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar og samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyjabæjar […]

Áhersla á að bæta stöðu drengja

Bæjarstjóri greindi á fundi bæjarráðs í vikunni frá nýundirrituðum samningi um rannsóknar- og þróunarverkefni við Grunnskólann í Vestmannaeyjum, með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda. Sérstök áhersla verður á að bæta stöðu drengja. Stefnt er að langtímarannsókn sem fylgi nemendum eftir frá upphafi grunnskólagöngu þeirra haustið 2021 og til loka hennar, […]

Janusar verkefninu framlengt

Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 6. máli 265. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að taka tilboði frá Janusi-heilsueflingu um áframhald á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið; Fjölþætt heilsuefling 65 plús í Vestmannaeyjum. Óskað var eftir samþykki bæjarráðs […]

Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar Vestmannaeyjabæjar komu á fund bæjarráðs í gær og gerði grein fyrir stöðu undirbúnings ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tæknilegur undirbúningur er langt kominn og verið er að vinna að undirbúningi á stofnsetningu einkahlutafélags um starfsemina og framkvæmdina. Minnisblað um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli verður lagt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi. […]

Samningsvilji heilbrigðisráðuneytisins lítill

Bæjarstjóri fór á fundi sínum í dag yfir stöðu viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um húsnæði Hraunbúða. Uppgjör á yfirfærslu Hraunbúða til HSU stendur yfir með fulltrúum stofnunarinnar. Viðræður við heilbrigðisráðuneytisins hafa lítið þokast. Samningsvilji heilbrigðisráðuneytisins er lítill og stendur upp á ráðuneytið að gera drög að leigusamningi um Hraunbúðir, eins og lofað var fyrir tveimur vikum […]

Breyttar reglur fyrir bæjarráði

Lögð voru fyrir bæjarráð í liðinni viku drög að almennum reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt voru lögð fyrir bæjarráð drög að samþykkt um kjör fulltrúa Vestmannaeyjabæjar vegna nefnda, ráða, stjórna, funda og ráðstefna. Bæjarráð fól þeim Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarráðsfulltrúa, Angantý Einarssyni framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Ásgeiri Elíassyni, lögfræðingi, […]

Stóraukin flugtíðni

Bæjarstjóri fór yfir stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar. Nú hefur um nokkurt skeið verið haldið úti flugsamgöngum með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna covid. Það framlag hefur gert Icelandair kleift að fljúga tvisvar sinnum í viku. Nú ætlar Icelandair að stórauka flugtíðni á markaðslegum […]