Heimir orðaður við Val

Heimir Hallgrímsson hefur verið orðaður við þjálfun karlaliðs Vals í fótbolta fyrir næsta tímabil. Heimir hefur undanfarna mánuði verið á leikskýrslu hjá ÍBV sem aðstoðarþjálfari en hefur sést í stúkunni á leikjum Vals. Valur hefur Ólaf Jóhannesson sem þjálfara núna, en hann tók við þegar Heimir Guðjónsson var látinn fara fyrr á tímabilinu. Ólafur er […]

1-1 jafntefli hjá stelpunum okkar á EM

Elísa og Berglind voru báðar í byrjunarliði Íslands í leiknum í dag gegn Ítalíu. Leikurinn fór 1-1 en segja má að Íslenska liðið hafi spilað mun betur í fyrri hálfleik og synd að fleiri mörk skyldu ekki hafa verið skoruð. Karólína Lea skoraði mark Íslands á 3. mínútu leiksins. Enn eiga stelpurnar okkar möguleika á […]

Ísland-Ítalía í dag kl. 16:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15. Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast […]

Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]

Vika í fyrsta leik Íslands á EM

Nú er ekki nema vika í fyrsta leik Íslands á EM, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV næsta sunnudag kl. 15:50. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí. Næsta blað Eyjafrétta, sem kemur einmitt út þann 6. júlí, verður sannkallað EM blað, en þar má finna ítarleg viðtöl við Eyjakonurnar okkar í landsliðinu, […]

Fiskvinnsla VE færir ungu íþróttafólki bókagjöf

Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta hjá ÍBV bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. Elísa mun mæta til Eyja í dag miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun. […]