Geta gengið stoltar frá EM

Stelpurnar okkar á EM gerðu 1-1 jafntefli við geysisterkt lið Frakka í dag. Niðurstaðan hefði dugað þeim ef Ítalía og Belgía hefðu gert jafntefli í sínum leik, en Belgía sigraði þann leik með einu marki gegn engu. Þær frönsku komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var æsispennandi nánast allan leiktímann. Skæðustu færi […]

Ísland-Frakkland í dag kl. 19:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 19:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 18:15. Þetta er lokalekur Íslands í riðlinum og sá erfiðasti, Frakkaliðið er mjög sterkt og þeim hefur verið spáð sigri á mótinu. Þó gæti 0-0 jafntefli eða tap […]

1-1 jafntefli hjá stelpunum okkar á EM

Elísa og Berglind voru báðar í byrjunarliði Íslands í leiknum í dag gegn Ítalíu. Leikurinn fór 1-1 en segja má að Íslenska liðið hafi spilað mun betur í fyrri hálfleik og synd að fleiri mörk skyldu ekki hafa verið skoruð. Karólína Lea skoraði mark Íslands á 3. mínútu leiksins. Enn eiga stelpurnar okkar möguleika á […]

Ísland-Ítalía í dag kl. 16:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 16:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 15:15. Berglind Björg átti stórleik í fyrsta leik liðsins gegn Belgum á sunnudag, en sá leikur endaði með jafntefli 1-1. En til að eiga möguleika á að komast […]

Gaf mömmu mark í afmælisgjöf

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett […]

1-1 í fyrsta leik Íslands á EM

Berglind Björg, okkar kona í landsliðinu lék lykilhlutverk í leiknum í dag og átti stórleik í 1-1 jafntefli liðsins við Belgíu. Stemmingin í stúkunni skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda og var alveg magnað að heyra “Áfram Ísland!” “HÚHH” og fleiri íslensk köll úr stúkunni. Við megum vera stolt af liðinu og […]

Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]

Vika í fyrsta leik Íslands á EM

Nú er ekki nema vika í fyrsta leik Íslands á EM, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV næsta sunnudag kl. 15:50. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí. Næsta blað Eyjafrétta, sem kemur einmitt út þann 6. júlí, verður sannkallað EM blað, en þar má finna ítarleg viðtöl við Eyjakonurnar okkar í landsliðinu, […]