MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni

24 09 04 Matey 0036

Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]

Ómótstæðilegir matseðlar á Matey

Sjávarréttahátíðin Matey hófst í gær með opnunarhátíð í Sagnheimum. Hátíðin stendur yfir fram á laugardag. Hér að neðan má kynna sér matseðlana sem verða í boði á veitingastöðunum á Matey þar sem gestakokkar koma við sögu. MATEY GOTT matseðillinn Sjáið matseðilinn á GOTT… Gerið ykkur tilbúin í einstakt matarferðalag til Mexíkó sem fer fram hér […]

Dást að gæðum veitingastaðanna

MATEY – sjávarréttahátíð hefst með opnunarhátíð í dag. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman, í þriðja skiptið og vekja athygli á menningararfleiðinni og því fjölbreytta fiskmeti sem framleitt er í Eyjum. Boðið verður uppá margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni héðan úr Eyjum. Hátíðin verður sett í Sagnheimum í dag, miðvikudag […]

Frá Manchester á Matey

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]

Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda!  Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar  í október á þessu ári. Þetta kemur […]

Sameinar hefðir Mexíkó og nýsköpunar

ADRIANAN CAVITA 4 Ana Lucia Alonso Cr

Við erum ákaflega spennt að fá til okkar hina mögnuðu Adriana Solis Cavida á Matey – sjávarréttahátíðina í Eyjum, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Matarþekking Adriönu sem kemur frá Mexíkóborg, á sér djúpar rætur í ríkum hefðum heimalands hennar. Frá unga aldri fór hún á líflega matarmarkaði San Felipe Ixtacuixtla, þar sem götu-matarfyrirtæki ömmu […]

Konurnar taka yfir í Eyjum

Matey 24 Gestakokkar

Í ár verða alþjóðlegir kvenleiðtogar í matreiðslu í hlutverki gestakokka á Matey. Gestakokkarnir koma víða að. Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum Gott. Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum  Slippnum. Renata Zalles –  kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og […]

Matey festir sig í sessi

Matey

Frosti Gíslason verkefnastjóri MATEY Seafood Festival var ánægður með Sjávarréttahátíðina Matey og framkvæmd hennar.  Að hátíðinni komu fjölmargir aðilar og fleiri og fleiri gera sér grein fyrir markaðsgildi hátíðarinnar fyrir Vestmannaeyjar sem eins helsta mataráfangastaðs Íslands. „Ég er þakklátur og ánægður með þátttöku heimafólk og gesta og fyrir alla þá fjölmörgu sem komu að sjávarréttahátíðinni […]

Matey sjávarréttahátíð  – Einn vinkill í stærra verkefni  

Matey sjávarréttahátíð verður haldin í annað um helgina 21-23. september. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og stóð hún sannarlega fyrir sínu að sögn Frosta Gíslasonar sem er einn af frumkvöðlum hátíðarinnar og verkefnastjóri hennar frá upphafi. Markmið hátíðarinnar er meðal annars að stimpla Vestmannaeyjar inn sem helsta mataráfangastað Íslands, bjóða upp á fjölbreyttar […]

Matey Sjávarréttahátíð sett í gær – Myndir

Matey Sjávarréttahátíð var sett í Eldheimum í gær og var vel sótt. Boðið var upp á smakk frá Vinnslustöðinni, Ísfélaginu, Grími kokki, Aldingróðri, Saltey og Brothers Brewery. Biggi Nielsen frumflutti verkið sitt Hvalir Íslands og Listasýningin “Konur í sjávarsamfélagi” var opnuð. Hátíðin stendur yfir alla helgina. Nánari upplýsingar og borðapantanir á matey.is.   (meira…)