Sigurjón Þorkellsson Vestmannaeyjameistari í skák

Skákþingi Vestmannaeyja lokið, þátttaka var góð en 12 skráðu sig til leiks.  Guðmundur Kjartansson, alþjóðlegur meistari, skráði sig til leiks, en fyrir mótið vantaði hann lítið af stigum til að ná stórmeistaratitli.  Guðmundur gerði sér lítið fyrir og vann allar sínar skákir á mótinu og stendur uppi sem sigurvegari mótsins.  Vestmannaeyjameistari er svo Sigurjón Þorkellsson […]

Fjölbreytt starfsemi hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Aðalfundur Taflfélags Vestmannaeyja fór fram 2. febrúar sl. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Þá var nýlokið við að skipta út gólfefnum og komið vandað parket. Eftir þessar breytingar er skákheimilið enn glæsilegra. Starfsemi síðasta árs markaðist að nokkru af Covid 19. Skákþing Vm. 2020 með 10 keppendum lauk í byrjun mars sl. og slapp við Covid. Skákkennsla ungmenna raskaðist nokkuð í fyrravetur […]

Taflfélag Vestmannaeyja fékk stuðning vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað 50 milljónum kr. til æskulýðsfélaga sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Styrkir eru veittir vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða félög hafa þurft að skerða starfsemi vegna áhrifa COVID-19. Meðal þeirra félaga sem fengu styrk er Taflfélag Vestmanneyja. „Æskulýðsstarf hefur ótvírætt forvarna- […]

Starfsemi Taflfélagsins að komast í fullan gang

Starfsemi Taflfélags Vestmannaeyja hefur ekki varið varhluta af áhrifum COVID19 eins og flest annað í þjóðfélaginu. Miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 17.30 verður aðalfundur Taflfélagsins fyrir síðasta starfsár og þar kosin ný stjórn, greint frá starfinu og hvað er fram undan. Skákheimili TV að Heiðarvegi 9 hefur fengið nýlega fengið góða andlitslyftingu , skipt var um gólfefni á salnum sem er 100 […]

Jólamót skákskóla Taflfélagsins

Laugardaginn 12. desember sl. fór fram jólamót hjá krökkum í GRV sem tekið hafa þátt í skákkennslu á vegum Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 nú í haust.   Þátttaka í jólamótinu var góð og voru keppendur 18 talsins.  Teflt var í einum opnum flokki , alls sjö umferðir. Allir stóðu sig með prýði og fór mótið mjög vel fram að […]

Skákæfingar krakka hjá Taflfélagi Vestmannaeyja komnar í gang   

Taflfélag Vestmannaeyja fer af  af stað með skákæfingar fyrir krakka í Grunnskóla Vm. í skákheimili TV að Heiðarvegi 9 á ný fimmtudaginn 19. nóvember. Yngri hópurinn kl. 16.30- 17.30 og eldri hópurinn kl. 17.45 – 18.45. Skákkennslan og æfingar verða síðan á mánudögum og fimmtudögum á þessum sama tíma. Umsjón með skákkennslunni  sem hófst í […]

Taflfélag Vestmannaeyja hlaut styrk vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað fimmtíu milljónum kr. til félaga sem sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Ráðstöfun þessi er til samræmis við þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19. Taflfélag Vestmannaeyja var meðal þeirra sem fengu styrk og hlutu 300.000 krónur. Styrkir eru […]

Sigruðu landsbyggðarkeppnina í skák

Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því […]

Taflfélag Vestmannaeyja keppti á óopinberu Norðurlandamóti

Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu. Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð […]

Sigurður Arnar Magnússon stigahæsti nýliðinn

Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Lítið er um reiknuð mót nú vegna Covid-19. Sigurður Arnar Magnússon hjá Taflfélagi Vestmannaeyja er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá mars-listanum. Litlar breytingar eru á listanum nú vegna samkomubannsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.