Taka lagið í Mjóddinni á laugardaginn og selja geisladiskinn
Sönghópur ÁTVR (Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) gefur um þessar mundir hljómdiskinn Í æsku minnar spor. Samkvæmt orðsendingu frá hópnum hafa viðtökur disksins verið frábærar en laugardaginn 5. desember ætlar sönghópurinn að selja diskinn í göngugötunni í Mjódd, við Álfabakka milli 13 og 16. Diskurinn verður á sérstöku tilboðsverði en sönghópurinn mun flytja nokkur lög frá klukkan 13.30. Orðsendinguna má lesa hér að neðan.