Það er alltaf möguleiki
Georg og Erlingur

Þó að augu flestra handknattleiksáhugamanna beinist um þessar mundir að Þýskalandi þá hefjst einnig Asíuleikarnir í Barein í dag. Þar eiga Eyjamenn sína fulltrúa sem standa í ströngu í dag. Erlingur Richardsson þjálfari Sádí Arabíu hefur leik í dag þegar hann mætir Degi Sigurðssynin og félögum frá Japan.

Erlingur er ekki eini Eyjamaðurinn á svæðinu því hann hefur fengið sér til halds og trausts sjúkraþjálfarann Georg Ögmundsson. “Mér fannst mikilvægt að bæta styrktarþjálfunina og kenna þeim hvernig á að bera sig að við þetta. Þess vegna tók ég nú með mér þann færasta á þessu sviði Georg Ögmundsson, vonandi fyrirgefur fólk mér það í Eyjum að fá hann lánaðan. Goggi kemur inn í þetta sem sjúkra- og styrktarþjálfari það hefur verið gott að hafa hann með,“ sagði Erlingur í samtali við Eyjafréttir.

Varðandi væntingar fyrir Asíuleikana þá segir hann verkefnið krefjandi. Þetta mót gefur fjórum liðum rétt á HM 2025. Við erum metnir sem 4.-6. sterkasta liðið á mótinu. Við erum með Japan í riðli, Dagur og félagar eru með besta liðið á þessu móti. Það er því líklegast að við ættum að hafna öðru sæti í þeim riðli. Þá bendir allt til þess að andstæðingar okkar verið Aron og félagar í Barein sem er talið næst besta liðið. Þannig að verkefnið er ærið miðað við það hvernig riðlarnir eru settir upp en það er alltaf möguleiki,“ sagði Erlingur léttur.

Erlingur Birgir Richardsson hlaut í síðustu viku Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála í Vestmannaeyjum. Nánar verður rætt við Erling í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.