Það er mikið í húfi og þarf að byrja á einhverju sem allra fyrst
10. febrúar, 2019
Berglind ásamt eiginmanninnum Sigurði Gíslasyni, Gunnar Ingi Gíslason, Eyþór Þórðarson og Helga Björk Georgsdóttir á Mannamótum 2019.

Á bæjarráðsfundi í byrjun janúar kom fram að fundarmenn hefðu verið sammála um að stjórnun ferðamála Vestmannaeyjabæjar væri best borgið í höndum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Jafnframt kom fram tillaga um að fulltrúar ferðaþjónustunnar taki að sér umsjón ferða- og markaðsmála á vegum bæjarins. Berglind Sigmarsdóttir formaður ferðamálasamtakan sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta væri jákvæð þróun.

„Við teljum þetta vera mjög jákvæða þróun, ég held að flestir geri sér grein fyrir mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir bæinn og það hefur vantað aðstoð til þess að koma okkur aðeins á kortið. Það fer mikil umferð af ferðamönnum meðfram suðurlandinu sem við höfum ekki náð að klukka, það eru uppi ýmsar hugmyndir hjá Ferðamálasamtökunum um hvað má gera betur og við teljum að það sé best að hagsmunaaðilar muni drífa það áfram, það er mikið í húfi og þarf að byrja á einhverju sem allra fyrst,“ sagði Berglind.

Berglind, fremst á myndinni á Mannamótum 2019 sem haldin var 17. janúar sl. Mannamót er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Peningunum betur varið
Berglind sagði að með þessu yrði umsvifin hjá samtökunum talsvert meiri. „.Þetta þýðir meiri vinna hjá okkur en það er það sem þarf, við vitum hvað þarf að gera en við munum ráða líklega verkefnastjóra í ákveðin verkefni sem þarf að gera. Þannig teljum við að þetta verði mun markvissara en áður og peningunum betur varið.

Gott samstarf við framkvæmdastjóra Herjólfs
Berglind sagði að samtökin væru búin að vera í góðu sambandi við Guðbjart Ellertsson nýjan framkvæmdastjóra Herjólfs, „við höfum verið að koma með tillögur til hans er varðar þjónustu skipsins og gefa honum upplýsingar sem við teljum að þurfi að gera vel til þess að auðvelda ferðamönnum aðgang að skipinu. Það hefur verið smá gjá á milli ferðamannsins og skipsins, það hefur verið lokað fyrir bókanir og það hefur verið erfitt fyrir ferðamanninn að átta sig á hvernig hann kemst í Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn og allt sem tengist skipinu, rútuferðum og fleira. Það er mjög mikilvægt að þetta sé allt mjög skýrt í nýju bókunarkerfi og nýrri heimasíðu. Að allar upplýsingar séu á hreinu og auðvitað á að minnsta kosti ensku og íslensku. Guðbjartur hefur tekið okkur vel, og nú hefur verið opnað fyrir bókanir mun fyrr en áður og það hrúgast inn bókanir til Eyja.“

Hlið uppá veg
Ferðamálasamtökin hafa verið að forgangsraða verkefnum og vilja fá hlið upp á gatnamótin við Landeyjarhafnarveg sem fyrst. „Við erum að skipuleggja hvaða verkefni er mikilvægast að fara í sem fyrst, það þarf að ákveða hvað verður með Tourist info sem hefur verið í Eymundsson í nokkurn tíma. Við viljum merkingu uppá veg sem allra fyrst og hafa það hliðið að Vestmannnaeyjum. Það á að sína hversu margar mínútur er í næstu ferð og aðrar upplýsingar sem nýtast ferðamanninum. Síðar vonum við að þarna verði þjónustumiðstöð þar sem við getum byrjað að bjóða fólki velkomið til Eyja, upplýst ferðamanninn, selt aðgang í skipið og margt fleira.

Frá Mannamótum 2019 sem haldin var 17. janúar sl. Mannamót er árleg ferðasýning/kaupstefna sem haldinn er af Markaðsstofum landshlutanna.

Erfitt að vita af þúsundum ferðamanna hinu meginvið sjóinn
Aðspurð sagði Berglind að sumarið leggist vel í ferðaþjónustuaðila. „Það er spenningur fyrir nýja skipinu, við erum að vonast til þess að skipið lengi ferðaþjónustutímabilið í báða enda, það væri gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Eins og ég hef sagt áður er erfitt að reka fyrirtæki sem þarf að búa við svona miklar sveiflur í rekstri. Það er erfitt að vita af þúsundum ferðamanna hér hinu megin við sjóinn sem koma ekki til okkar því það er nóg af ferðamönnum yfir veturinn á Íslandi en á meðan við er bara að fara í Þorlákshöfn kemur enginn. Þetta finna allir bæjarbúar, þegar ferðaþjónustu fyrirtækin verða að stytta opnunartíma til að koma í veg fyrir meira tap yfir þessa “lokuðu” mánuði. Eins er að koma nýtt hvalasafn sem verður enn ein perlan í fjölbreytt úrval af afþreyingu í Eyjum. Við finnum mikinn áhuga fyrir því, þannig við teljum að það sé bjart framundan enda Eyjarnar náttúruperla með mikið að bjóða. Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en það er komið og hefði viljað vera lengur til þess að ná öllu. Eins er áhugi fyrir því að skoða flugsamgöngur betur, hvað það er sem hægt er að gera í því. Flug til Eyja er í algjöru lágmarki og eins og nýjustu fréttir herma með Erni að það verði jafnvel enn minna er alls ekki gott, þetta þarf að athuga vel,“ sagði Berglind.

Það er mikilvægt að vera sýnilegur
Markaðsstofur landshlutanna, í samstarfi við flugfélagið Erni og Isavia, halda árlega ferðasýningu/kaupstefnu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem landsbyggðarfyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki frá Vestmannaeyjum mættu þangað til að kynna sig og sín fyrirtæki. „Mannamót er fínn vettvangur til þess að láta vita af sér og ná spjalli við ferðaþjónustuaðila. Það er alltaf þannig að manni finnst eins og allir eigi bara að vita hvað allt er frábært hér en það er nauðsynlegt að mæta og kynna hvað við erum að gera. Margir hverjir vita ekki að við séum að fá fá nýtt skip sem á að ganga oftar í Landeyjahöfn, margir vita ekki af hvalasafninu sem er að koma, að það sé hægt að spila golf hér næstum því allt árið, margir vita ekki af fjölbreyttri flóru veitingastaða eða af brugghúsinu. Það er mikilvægt að vera sýnilegur og ná tali af þeim sem eru að selja ferðir til Eyja og líka bara að sjá hvað aðrir eru að gera. Lykilatriðið mun þó alltaf vera það að það sé einfalt og þæginlegt að komast til Eyja, allar samgöngur þurfa að vera þjónustumiðaðar og fólk þarf að vita af okkur. Það er kominn tími á þessar breytingar og við erum mjög spennt,“ sagði Berglind að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst