Aðeins með einu móti getur þú alið upp börnin þín: Með því að ala upp sjálfan þig… Hugsa því um uppeldi þinnar eigin sálar, þegar þú hugar að uppeldi barna þinna. (D.G. Monrad).
Leikskóli er fyrsta skólastigið og þar fer fram mikilvægt mótunarskeið í lífi hvers barns. Það er ekki spurning hvort barnið mitt eigi að fara í leikskóla heldur hvenær. Þetta er þjónusta sem við gerum ráð fyrir að bæjarfélagið veiti okkur.