Á morgun, 17. júlí verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt.
Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00.
Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig á vestmannaeyjar@fablab.is. Nánari upplýsingar eru https://fablab.is/tari/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst