Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra
22. mars, 2020

Hugvekja sr. Viðars á miðföstu í samkomubanni

„Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína“ (Slm 121:7)

Kona ein sem ég lít mjög mikið upp til sagði mér í nýliðinni viku: „Veistu Viðar, það er ákaflega hentugt að vera alkóhólisti þessa dagana.“ Ég leyni því ekki að ég var nokkuð hissa á orðum hennar og spurði hana hvað hún ætti nákvæmlega við. „Jú sjáðu til, í þessu ástandi neyðist maður hreinlega til þess að taka einn dag í einu.“

Það má segja að fullyrðingin sé tragíkómísk þrátt fyrir að í þeim sé nokkurn vísdóm að finna sem er okkur öllum kunnuglegur: Að taka einn dag í einu. Þann vísdóm er einnig að finna hjá frelsaranum: „Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“

Að auki er húmor að finna í orðum konunnar en húmor er eitt þeirra tækja sem við notum hversdagslega og í dagsins amstri til að eiga auðveldara með að glíma við erfiðar aðstæður. Stundum er það jafnvel svo að sannleikurinn finnur sér farveg í gegnum húmor.

Það er óþarfi að fjölyrða um að þetta eru óneitanlega skrýtnir dagar hjá okkur öllum hér í Vestmannaeyjum og þeir verða enn skrýtnari eftir að settar voru reglur um strangara samkomubann í gær. Í raun er óþarfi að tíunda það sem hefur
skeð undanfarna daga því nægar eru fréttaveiturnar. Sýkin hefur gert vart við sig hér í samfélagi okkar og dágóður hluti samfélagsins er í sóttkví, sjálfskipaðri eða formlegri. Við finnum öll að taktur samfélagsins slær hægar og ýmsu hefur verið slegið á frest, t.d. fermingum vorsins, og jafnvel aflýst með öllu.

Kvíði og ótti eru fylgifiskar óvissutíma. Það er auðvelt að kvíða stóru verkefni sérstaklega þegar ekki sér formlega fyrir endann á því. Enn fremur er nánast eðlilegt að óttast þegar óljóst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Í slíkum aðstæðum verður maður hreinlega að taka einn dag í einu.

Kjarni trúar okkar er óttaleysið. Það er það fyrsta sem hirðarnir fengu að heyra hina fyrstu jólanótt og svipaða sögu er að segja af þeim sem komu fyrst til grafarinnar á páskadagsmorgni. Nú er mikilvægt að láta óttann ekki ráða för, að taka boðskap trúarinnar til sín. Við megum ekki óttast því óttinn vegur þungt á vogarskálum hins illa.

Með hugrekki og von í hjarta og skynsemi út frá tilmælum yfirvalda sigrum við saman þennan vágest sem veiran er. Það er mikilvægara núna en nokkru sinni fyrr að hlúa að hverju öðru. Við verðum jafnframt að hlusta á áhyggjur og kvíða annarra og virða. Tökum einn dag í einu því við getum varla annað eins og er.

Felum áhyggjur okkar, þrár og vonir í hendur Guðs sem hlustar á okkur öll og bænheyrir. Það minnsta sem við getum gert, utan þess að fylgja tilmælum yfirvalda, er að biðja. Biðja fyrir þeim sem hafa sýkst eða eru í sóttkví. Biðja fyrir þeim sem standa að almannavörnum í samfélagi okkar og minnast þeirra með þakklæti.

Tökum öll höndum saman, bæði sem einstaklingar og samfélag, til að rísa aftur upp. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sem við sigrum með hugrekki, heilbrigðri skynsemi og Guðs hjálp.

Guð veri okkur öllum náðugur og miskunnsamur.

Amen.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst