�?ingmenn Sjállfstæðisflokksins funduðu í Eyjum í gær og í dag. Auk þess heimsóttu þeir ýmis fyrirtæki í Eyjum og skruppu í Álsey í gærkvöldi. Lífinu utan höfuðborgarsvæðisins er þingmönnum nauðsyn að kynnast og því er heimsókn sem þessi þeim mikilvæg ekki síður en Vestmannaeyjum sem skörtuðu sínu fegursta meðan á dvöl þeirra stóð.
Á facebook síðu Ásmundar Friðrikssonar skrifar þingmaðurinn: �??�?ingmenn Sjálfstæðisflokksins heimsóttu sjö fyrirtæki í Eyjum í dag samkvæmt dagskrá heimsóknarinnar. Auk þess áttum við spjall og hitting á fleiri stöðum. �?að vakti athygli allra þingmanna sá kraftur og gerjun sem er innan fyrirtækjanna, sem öll standa í fremstu röð, jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Bæjarfélagið er vel rekið og bærinn hreinn og fallegur eins og náttúran sem heillar alla. Flestir úr hópnum fóru út í Álsey og þáðu veitingar í heillandi umhverfi á meðan ég heimsótti foreldra mína og fjölskyldu. Ferð þingflokksins til Eyja var árangursrík í starfi okkar en rúsínan í pylsuendanum er það sem áður er sagt. Fegurð Eyjanna og mannlífsins sem þar blómstrar.�??