Nýjar og háþróaðar hermidúkkur hafa verið keyptar á HSU í Eyjum fyrir styrkveitingar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi fjárframlög hafa gert kleift að efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og styrkja færni í meðhöndlun raunverulegra aðstæðna.
Sigurlína Guðjónsdóttir stóð á bakvið söfnun verkefnisins og tókst með sterkum stuðningi samfélagsins að safna fyrir þremur háþróuðum hermi-dúkkum sem geta líkt eftir raunverulegum atvikum og bráðatilfellum. Dúkkurnar verða staðsettar á HSU í Eyjum.
Dúkkurnar eru tengdar tölvukerfum og stafrænni stjórnun sem gerir kennurum og fagfólki kleift að setja á svið fjölbreyttar og raunhæfar aðstæður sem heilbrigðisstarfsfólk mætir í daglegu starfi. Með þessu skapast örugg og nákvæm æfingaaðstaða þar sem hægt er að prófa viðbrögð, æfa rétta verkferla og efla samvinnu í teymum.
Dúkkurnar munu nýtast við kennslu, fræðslu og endurmenntun starfsfólks á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu, allt frá bráðaþjálfun til almennra verkferla.
Styrktaraðilar verkefnisins eru Oddfellowstúkan Vilborg, Kiwanisklúbburinn Helgafell, Matti og Inga á Bylgjunni, Rabbi og Inga hjá Ribsafari, Eyjablikk og Skipalyftan. Sigurlína vill þakka öllum innilega fyrir stuðninginn, án þeirra hefði verkefnið mögulega ekki náð svona langt.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst