�?ögnin, skömmin og kerfið var ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið, Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Okkur lék forvitni á að vita hvar þar fór fram og þá sérstaklega um hvað erindi Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra fjallaði. Viðtalið birtist í heild sinni í Eyjafréttum í síðustu viku.
Tryggja eigi þolendum við- eigandi aðstoð, umhver og aðstæður
Að mati Páleyjar fara hagsmunir rannsóknar á fyrstu stigum og hagsmunir brotaþola algjörlega saman enda er tilkynning brotaþola y rleitt upphaf þessara mála og í kjölfar hennar hefst rannsókn. �??�?g tel að tryggja eigi þolendum viðeigandi aðstoð, umhver og aðstæður sem hæfa hverju sinni sem ég kýs að kalla verndandi aðstæður. Í þessu skyni nefndi ég nokkur atriði sem ég tel mikilvæg til að þessu markmiði verði náð. Til dæmis er ótækt að vísa þolendum frá eða biðja þá um að koma seinna enda á að sinna þessum málum tafarlaust,�?� segir Páley og nefnir að kynferðisbrot hafa verið sett í forgang hjá öllum lögregluliðum á landinu. ,,Almennar biðstofur tel ég henta illa viðkvæmum hópi þolenda kynferðisbrota en ekki þarf að kosta miklu til eða sýna mikla útsjónar- semi til þess að bæta verulega úr. Í fyrra tókum við í notkun biðstofu fyrir viðkvæmasta fólkið okkar á lögreglustöðinni hér í Eyjum og hefur hún komið að góðum notum.�?�
Munurinn á kæru og tilkynningu
Kæra og tilkynning til lögreglu er alls ekki sami hluturinn og ekki allir sem átta sig á muninum þar á milli og benti Páley á þennan mun á ráðstefnunni. �??�?g lagði á það áherslu að samkvæmt lögum er lögreglu skylt hvenær sem þess er þörf að hefja rannsókn út af vitneskju eða gruns um að refsivert brot ha verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,�?? sagði Páley. Páley sagði að í jafn alvarlegum brotum og kynferðisbrotum sé tilkynning nóg til að tryggja aðkomu lögreglu. �??Um leið og lögregla fær tilkynningu hefst rannsókn málsins.
�?olendur þurfa ekki að kæra þegar í stað auk þess sem þeir geta verið í þannig stöðu að þeir treysta sér ekki til að kæra. �?olandi getur verið háður geranda, hann er maki eða einhver nátengdur sem honum þykir vænt um. Fjölmörg dæmi eru einnig um að þolandi viti ekki hvað gerðist, t.d. vegna svefns eða ölvunar og grunar að brotið ha verið gegn sér og þá þarf að fara fram rannsókn á því. Í slíkum tilvikum á þolandi afar er tt með að kæra á fyrstu stigum og það er eðlilegt. �?olendur geta líka verið undir pressu að kæra ekki. Lykil- atriði er að tilkynning til lögreglu er nóg í jafn alvarlegum brotum og kynferðisbrot eru og við hana hefst rannsókn málsins. Mikið er þó til í því að mál eru sterkari þegar formleg kæra liggur fyrir og bótakrafa hefur verið lögð fram en það á ekki alltaf við. Kæra getur líka borist á síðari stigum þegar þolandi treystir sér til en það er alltaf lykilatriði að tilkynna þessi brot strax í kjölfar þeirra,�?? sagði Páley.
Stungusár eru tafarlaust tilkynnt til lögreglu en ekki kynferðisbrot
Páley sagði að samkvæmt upp- lýsingum frá tæknideild LRH sem aðstoðar allt landið við tæknirann- sóknir koma aðeins 24% mála til lögreglu af öllum þeim málum sem koma til neyðarmóttöku á LSH. �??�?olendur eru engu að síður að leita á neyðarmóttöku sem þolendur kynferðisofbeldis þannig að það liggur fyrir frá uppha að þeir ha orðið fyrir alvarlegu broti og eru málin ekki tilkynnt lögreglu nema með samþykki þolanda.�?? Páley sagði að til samanburðar mætti nefna að þegar aðili leitar á sjúkrahús með stungusár er tafarlaust tilkynnt til lögreglu um meintan glæp. �??Hver munurinn þarna er á ég er tt með að skilja og ég vona að LSH taki þetta til endurskoðunar. Kynferðisbrot eru það alvarleg brot að þau kalla á opinbera rannsókn.�??
Kynferðisbrot eru alvarleg og krefjast viðbragða af fullum þunga
Páley sagði að skýran greinarmun þur að gera á kæru annars vegar og tilkynningu hins vegar. �??Ef þolandi neitar þrátt fyrir tilkynningu að tala við lögreglu þá er það hans réttur en skilaboðin eiga að vera skýr, kynferðisbrot eru alvarleg og krefjast viðbragða af fullum þunga. �?g hef sjálf bæði sem réttargæslumaður og lögreglustjóri upplifað þolendur kynferðisbrota á öllum aldri í öllum mögulegum aðstæðum og geri mér vel grein fyrir alvarlegum a eiðingum kynferðisofbeldis. �?etta þjóðfélagsmein verður að uppræta.�??
Lögreglurannsókn er þungbær en fyrst og fremst er það brotið sem er meiðandi
Rannóknir sýna okkur að það eykur líkur á útgáfu ákæru ef brot eru tilkynnt sem fyrst og þá helst samdægurs, sagði Páley. �??Nýleg rannsókn Svölu Ísfeld �?lafsdóttur,dósents við HR á dómum Hæstaréttar er varða nauðgun unglingsstúlkna sýnir að sálræn viðbrögð þolenda eru óháð því hvort þær kærðu brot eður ei. �?að er afar áhugavert í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um þrautagönguna við það að kæra. �?rátt fyrir að lögreglurannsókn sé þungbær er það því fyrst og fremst brotið sem er meiðandi. Í sömu rannsókn Svölu var í um helmingi málanna sem sakfellt var í tilkynnt um brotin samdægurs.�??
Aðkoma lögreglu á fyrstu stigum skiptir sköpum
Páley segir að það eigi að vera markmið okkar allra að lögregla verði kölluð til hið fyrsta eftir brot. �??�?g man eftir fjölmörgum málum þar sem aðkoma lögreglu á fyrstu stigum hefur skipt sköpum. Í einu slíku leitaði þolandi á lögreglustöð í alvarlegu ástandi eftir nauðgun, lýsti atburði, geranda og gaf helstu upplýsingar og rannsókn málsins hófst. �?olandi fór á sjúkrahús en daginn eftir mundi hann sama og ekkert. Áföll geta nefnilega haft þessar a eiðingar á fólk og minnið, það þurrkast hreinlega út. Málið hefði orðið afar erfitt í rannsókn ef þolandi hefði ekki komið á lögreglustöð strax eftir atburðinn. Gerandinn var dæmdur í héraði og fyrir Hæstarétti í 4 ára fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun. Með því að bregðast við af fullum þunga vinnum við gegn kynferðisbrotum og sendum skýr skilaboð,�?? sagði Páley.
Einn af hverjum sex drengjum hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku
Páley vill vekja athygli á því sem kom fram á ráðstefnunni í erindi Sigrúnar Sigurðardóttur, lektors við HA sem gerði kynferðisbrot gegn drengjum að umtalsefni. �??Hún hefur staðið fyrir vitundarvakningu um kynferðisbrot gegn drengjum sem ber heitið �??Einn blár strengur�?? en samkvæmt rannsóknum verður einn af hverjum sex drengjum fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum. Okkur hefur orðið verulega ágengt í kynferðisbrotum síðustu árin en betur má ef duga skal og ég tek undir með Sigrúnu að við verðum einnig að beina sjónum okkar að drengjum og karlmönnum sem þolendum kynferðisofbeldis og reyna að aðstoða þá. Rannsóknir sýna að það að segja frá ofbeldinu er mikilvægt fyrir heilsufar og líðan þeirra,�?? sagði Páley að lokum.
Vona að ráðstefnan skili bættu umhver í þessum málum
Á ráðstefnunni voru fjölmörg erindi úr öllum áttum. �??Frá fræðasamfélaginu, félagasamtökum, Landspítala, lögreglu, ríkissaksóknara, réttargæslumanni, dómara og reynslusögur þolenda. Að mínu mati tókst ráðstefnan vel, margir sem mættu og hlustuðu á útsendinguna og erindin voru góð. �?g bind vonir við að ráðstefnan skili bættu umhver í þessum málum en það sýnir sig enn að alltaf þegar unnið er þverfaglega næst árangur,�?? sagði Páley.
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni
hérna.