�?jóðmenning og bænir
Fólk á vinstri væng stjórnmálanna í höfuðborginni hóf fyrir nokkrum árum árásir á kristna trú og iðkun hennar í grunnskólum höfuðborgarinnar. Heimsóknir presta í skólana voru bannaðar og Gideonfélaginu var bannað að gefa skólabörnum Nýja testamentið eins og það hafði gert til margra ára. �?essi góður siður Gideonfélaga hefur treyst kristna trú í landinu og gefið börnum og unglingum tækifæri til að kynnast góðum kristnum gildum sem ekki er vanþörf á í samfélagi dagsins í dag. Trúarlegum þætti jólahalds var úthýst úr skólum í höfuðborginni en jólin eru þó haldin hátíðleg á nánast hverju heimili landsins. �?etta gerðist þrátt fyrir að 86% landsmanna tilheyrðu söfnuðum sem hafa kristna trú að leiðarljósi og því ljóst að allur þorri landsmanna tilheyrir þeim sem vilja standa vörð um okkar �??þjóðartrú.�?? Kristin gildi eru hluti af daglegu lífi fólksins í landinu og stjórnarskráin er grundvölluð á þeim og slær vörð um kristna trú. �?essar ömurlegu árásir á kristna trú og iðkun hennar voru gerðar á vakt vinstri manna, sem við á hægri vængnum mótmæltum, en hvað er að gerast á okkar vakt?
Ríkisútvarpið undir stjórn nýs útvarpsstjóra sem ráðinn var á �??okkar vakt�?? ríður nú sama hestinum og þeir sem áður úthýstu kristnidómnum úr skólunum og styður nýjan dagskrárstjóra Rásar 1 í því að taka af dagskránni morgunandakt, morgunbæn og Orð kvöldsins. Ekki er vitað til að þetta dagskrárefni hafi skaðað nokkurn sem hefur hlustað á það eða aðrar kristilegar andaktir sér til yndis frá árdögum útvarps á Íslandi. Er það virkilega svo að opinbert hlutafélag okkar allra, Ríkisútvarpið, ætli að hunsa 86% landsmanna, fjölmennan en þögulan hluta þjóðarinnar sem þykir vænt um bænirnar í útvarpinu og vill hafa þær áfram? �?ær eru vissulega þáttur í þjóðmenningunni, hluti af lífi fjölmargra alla ævi og því langt í frá einkamál dagskrárstjórans á Rás 1 Ríkisútvarpsins. �?g er þess fullviss að þessi ákvörðun er gerð í óþökk mjög margra, þeirra hógværu og lítillátu þegna landsins sem bera harm sinn í hljóði vegna þessarar ákvörðunar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um þjóðkirkjuna og í ályktun Landsfundar má m.a. lesa: �??Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi.�?? �?g, sem er kristinnar trúar eins og þorri þjóðarinnar, tek undir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins af heilum hug. Nýr útvarpsstjóri hefur í mörgu farið vel af stað í starfi og ég óska honum góðs gengis. �?essi ákvörðun er hins vegar algjörlega úr takti við góða hefð, siði og hlutverk Ríkisútvarpsins frá upphafi. �?etta getur ekki gerst á okkar vakt.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.