Þorlákur Breki hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki
Þorlákur Breki hlaut Fréttabikarinn. Ljósmynd/Óskar Pétur

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Þorlákur Breki Baxter hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga.

Þorlákur Breki Baxter:

Aldur: 20 ára 

Fjölskylda: Já á fjölskyldu 

Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum? Já Selfossi, Egilsstöðum og Ítalíu.

Mottó? YNWA

Síðasta hámhorfið: Það var Eurogarðurinn og Power. 

Uppáhalds hlaðvarp? FMblö og Doc.

Aðaláhugamál: Líklega bara fótbolti og er að tefla mikið núna. 

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Já líklega síminn, tónlist og koffín. 

Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi? Fara í vinnu síðan æfingu síðan bara slaka á og horfa á eitthvað snjallt. 

Hvað óttast þú mest? Er ekki hrifinn að því að vera farþegi í bíl. 

Hvað er velgengni fyrir þér? Það er bara að líða vel. 

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Það var í 8.flokk.

Hver er fyrirmynd þín í íþróttum? McGregor fyrir nokkrum árum. 

Var eitthvað sem kom á óvart í sumar? Bara hvað það er þægilegt að vera í Eyjum líklega. 

Hvað tekur nú við þegar fótboltatímabilinu í ár er lokið? Það er bara að vinna, kíkja til útlanda og vera í gymminu. 

Eitthvað að lokum? Nei

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.