�?órunn færði landsliðinu súkkulaði
Eyjakonan �?órunn Ragnarsdóttir færði landsliðsmönnum íslenska karlalandsliðsins gjöf í gær fyrir hönd Íslendingafélagsins í Belgíu. Landsliðið hefur dvalið þar undanfarið við æfingar en liðið mætir heimamönnum í æfingaleik í kvöld. �?órunn færði landsliðsmönnunum �??ilmandi belgískt súkkulaði,�?? eins og það er orðað á facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands. �?órunn þekkir ágætlega til þess hvað snýr upp og niður á fótboltavellinum enda fyrrum leikmaður meistaraflokks ÍBV og meistaraflokks Týs. Eftir því sem fram kemur á facebooksíðu KSÍ voru landsliðsmennirnir afar sáttir við þessa veglegu gjöf en lofuðu þó að borða ekki allt í einu.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.