�?órunn færði landsliðinu súkkulaði
12. nóvember, 2014
Eyjakonan �?órunn Ragnarsdóttir færði landsliðsmönnum íslenska karlalandsliðsins gjöf í gær fyrir hönd Íslendingafélagsins í Belgíu. Landsliðið hefur dvalið þar undanfarið við æfingar en liðið mætir heimamönnum í æfingaleik í kvöld. �?órunn færði landsliðsmönnunum �??ilmandi belgískt súkkulaði,�?? eins og það er orðað á facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands. �?órunn þekkir ágætlega til þess hvað snýr upp og niður á fótboltavellinum enda fyrrum leikmaður meistaraflokks ÍBV og meistaraflokks Týs. Eftir því sem fram kemur á facebooksíðu KSÍ voru landsliðsmennirnir afar sáttir við þessa veglegu gjöf en lofuðu þó að borða ekki allt í einu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst