Samkvæmt upplýsigum sem Eyjafréttir fengu frá Drífu Björnsdóttur, ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum, fæddust alls 40 börn sem áttu lögheimili í Vestmannaeyjum árið 2016. Af þessum 40 fæddust þrjú í Vestmannaeyjum en hin 37 á fastalandinu. Aðspurð hvort fyrsti Eyjamaður ársins 2017 væri fæddur svaraði Drífa því neitandi. Samkvæmt ofangreindum tölum verður að teljast afar ólíklegt að hann fæðist í sínum heimabæ.