Næstkomandi þriðjudag verður haldinn íbúafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Þar mæta m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greinir frá því á facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi sent fundarboð á alla þingmenn Suðurkjördæmis og alla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins.
„Samgöngur eru gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur íbúa í Vestmannaeyjum. Ég vænti þess að allt þetta góða fólk sem vinnur fyrir okkur og ber ábyrgð á okkar samgöngum og hefur valdið til að bæta þær, nýti sér þær samgöngur sem við höfum í dag og mæti til fundar við íbúa. Við þurfum svör, við þurfum aðgerðir, við þurfum framtíðarsýn á samgöngur fyrir Vestmannaeyjar. Hlakka til að sjá sem flesta!
segir Íris Róbertsdóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst