Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir hádegi í dag vegna sjúklings sem koma þurfti frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur.
„Þyrlusveitin var að annast sjúkraflug. Norlandair gáfu verkefnið frá sér vegna veðurs, ekki reyndist mögulegt að lenda í Eyjum.“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Eyjar.net.
Ásgeir segir aðspurður að þetta sé fyrsta útkall Landhelgisgæslunnar til Eyja í ár.
https://eyjar.net/metfjoldi-utkalla/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst