Til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur
Breki VE

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með.

Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á aðal­fundi fé­lags­ins í lok síðasta mánaðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við sam­drætt­in­um.

Fyr­ir tæp­um tíu árum gerði Vinnslu­stöðin til­raun­ir með gildruveiðar. Þær gengu þokka­lega „en við hvorki þekkt­um mikið til til­heyr­andi markaðsmá­la né höfðum nægi­lega góð tengsl við markaðinn,“ sagði Guðmund­ur í ræðu sinni.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu á dögunum sag­ði Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri, að þess­ar veiðar yrðu fyrst og fremst í til­rauna­skyni. Fyr­ir­tækið eigi humar­gildr­ur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyr­ir á lík­leg­um stöðum.

Mbl.is greindi frá

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.