Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars
15. apríl, 2025

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu máli,“ segir séra Viðar Stefánsson, prestur Landakirkju í Vestmannaeyjum á Fésbókarsíðu sinni.

„Og nú treysti ég á ykkar áheit til að styðja mig í þessu verkefni sem ég áætla að muni taka rúmar 2 klst. Það er von mín að við megum sameinast um að styrkja Krabbavörn með púli mínu og ykkar áheitum. Safnaðarheimilið verður opið á meðan ég er að sippa og eru allir velkomnir til að líta við og hvetja mig áfram. Látum gott af okkur leiða um páskana,“ segir Viðar einnig.

Látum gott af okkur leiða yfir páskana

Hugmyndin að góðgerðarsippinu kom til þegar sr. Viðar var að undirbúa sig fyrir Guðlaugssundið í mars. Velti hann þá fyrir sér hvort ekki mætti nýta hreyfinguna og tímann sem fer í hana til góðs. Datt honum þá í hug að finna einhverja hreyfingu sem hann hefði gaman að og safna áheitum fyrir gott málefni.

Sipp varð fyrir valinu en Viðar hefur gripið í það við og við undanfarin ár í sinni líkamsrækt enda ótrúlega góð þjálfun þrátt fyrir að það virki frekar einfalt. Og 10.000 sipp hljómaði vegleg tala.

Öllu meiri vandi var að velja milli góðgerðarmála en það var þó alveg ákveðið að það skyldi vera góðgerðarmál sem væri staðsett hér í Eyjum. Var ákvörðun tekin um að kynna þrjú góðgerðarmál fyrir fermingarbörnunum sem kusu síðan í leynilegri kosningu. Og Krabbavörn varð fyrir valinu hjá fermingarbörnunum.

Hér var líka kominn tenging við kirkjuna og er þetta því sameiginlegt verkefni okkar í Landakirkju að láta gott af okkur leiða um páskana. Að vissu leyti er föstudagurinn langi ágæt tenging við framtakið enda komin viss hliðstæða milli sippsins (píslarganga) og hagnaðar Krabbavarnar (upprisan). Einnig var mottumars orðinn nokkuð þétt setinn af viðburðum fyrir Krabbavörn.

Krabbavörn er ótrúlegur stuðningur

Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi Krabbavarnar og starf félagsins. Krabbavörn er ótrúlegur stuðningur fyrir þá sem greinast með krabbamein. Sjúkdómurinn snertir okkur öll enda þekkja allir einhvern sem hefur glímt við krabbamein. Samkvæmt tölum Krabbameinsfélags Íslands þá greinast 2.000 manns árlega með krabbamein á Íslandi. Það eru að jafnaði 5-6 á dag og að einhverjir þeirra geta búið hér í Eyjum.

Fyrirkomulag sippsins verður á þá leið að kl. 11 á föstudaginn langa er guðsþjónusta í Landakirkju. Sippið byrjar í safnaðarheimilinu strax að henni lokinni eða um kl 12. Áætlað er að sippið muni taka 2 til 2,5 tíma og verður safnaðarheimilið opið á meðan sippinu stendur. Öllum er velkomið að kíkja við, fylgjast með og hvetja áfram. Það væri gaman fyrir Viðar að fá húsvitjun og hvatningu.

Það er okkar von að sem flestir leggi þessu mikilvæga framtaki lið. Hvetjum Viðar áfram í sippinu og styðjum og söfnum veglega fyrir Krabbavörn og mikilvægt starf félagsins sem snertir okkur öll. Látum gott af okkur leiða yfir páskana.

Reikningsnúmer og kennitala Krabbavarnar:
0582-04-250247
651090-2029

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst