Eyjamaðurinn, Bjartur Týr Ólafsson er einn fjögurra Íslendinga sem geta titlað sig sem alþjóðlega fjallaleiðsögumenn eftir að hafa lokið námi við sænskan skóla í vor. Hann er búsettur stærsta hluta ársins í Chamonix í frönsku ölpunum, beint undir Mont Blanc.
Frá þessu segir á mbl.is í dag og sagt að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem ná þessum áfanga. „Alls tók það hann um 10 ár að tryggja sér IFMGA-vottunina því til að geta sótt um námið þurfti hann að uppfylla ákveðnar forkröfur. Hann þurfti að geta klifrað eftir ákveðnu erfiðleikastigi og skíðað brekkur með ákveðnum bratta og erfiðleikastigi. Náminu er skipt upp í nokkra flokka, eða ísklifur, klettaklifur, alhliða fjallamennsku og skíði,“ segir á mbl.is.
„Það þarf að komast á frekar háan standard í þessum flokkum og það tekur að lágmarki fimm ár. Maður klórar sig í gegnum það meðan maður er að ferðast og skíða. Þetta var eins konar fjársjóðsleit, maður var að finna leiðir sem myndu falla í þessa flokka og ferðast eftir þeim,” greinir Bjartur Týr frá spurður nánar út í námið.
Nánar á mbl.is





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst